Fréttir og tilkynningar
Magnea og Kristinn Örn – Tónleikar 12. mars FRESTAÐ V/VEIKINDA
Magnea Tómasdóttir og Kristinn Örn Kristinsson á tónleikum Tónlistarfélagsins 12. mars í Hömrum kl. 20. FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA Á efnisskránni verða eingöngu lög eftir Jón Ásgeirsson en eins og flestir vita er Ísafjörður hans fæðingarbær. Ljóð eftir Jón Óskar Hafljóð...
Dagur tónlistarskólanna – tónlistarveisla í Ísafjarðarkirkju á laugardaginn kl. 14
Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur með tónlistarveislu í Ísafjarðarkirkju á laugardaginn kl. 14. Aðgangur ókeypis. Dagskrá: Fjöldasöngur (sjá neðst) Skólalúðrasveit Tónlistarskólans: George O´Dow: Karma ChameleonMax Martin: Oops!... I Did It AgainBilly...
Skúli Þórðarson
Skúli Þórðarson Skúli Þórðarson Skúli Þórðarson, sem margir þekkja sem Skúla mennska, er nýi gítarkennarinn okkar. Hann er yfirvegaður og geðþekkur, húsmæðraskólaskólagenginn og unnandi dægurmenningar. Þá er það helst tónlist sem vekur hrifningu hans og áhuga. Semja...
Jólasöngtextar
Það á að gefa börnum brauð Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð sem fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð og gafst hún upp á rólunum. Þjóðlag/þjóðvísa Álfadans...
Kómedíuleikhúsið í heimsókn
Kómedíuleikhúsið í heimsókn Hjónin Elfar Logi og Marsibil Kristjánsdóttir með Kómedíuleikhúsið sitt, eru alltaf einstakir aufúsugestir hér í húsi. Að þessu sinni fengum við að sjá sýninguna Tindátarnir. Þetta er „skuggabrúðuleiksýning“ sem hefur vakið Íslendinga víða...
Hádegistónleikar Olivers 6. desember – ókeypis aðgangur
Hádegistónleikar Olivers Rähni 6. desember - ókeypis aðgangur Næsti stórviðburður í Tónlistarskólanum er að Oliver Rähni, hinni ungi og leikni píanókennari, leikur á Hádegistónleikum Tónlistarskólans með frábærri efnisskrá í Hömrum þriðjudaginn 6.desember klukkan...
SpeedAdmin nemendabókhaldskerfi
Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur tekið í notkun nýtt nemendabókhaldskerfi sem kallast SpeedAdmin. Það gætu orðið einhverjir hnökrar hér og þar en vonandi ekkert alvarlegt. Einnig fylgir þessu kerfi app sem hægt er að sækja í símana og þar inni er hægt að sjá stundaskrá...
Húsfyllir hjá ísfirsku Frach bræðrunum
Húsfyllir hjá ísfirsku Frach bræðrunum Ísfirsku Frach bræðurnir, Maksymilian, víóluleikari, Mikolaj píanóleikari og Nikodem fiðluleikari komu færandi hendi á heimaslóðirnar í annað skipti á þessu ári ásamt móður sinni, Iwonu Frach og píanókennara Mikolajs, prófessor...
Tónskáldamynd frá Gulla Jónasar
Gunnlaugur Jónasson hinn eini og sanni velgjörðamaður Tónlistarskólans og mannvinur, Gulli Jónasar bóksali, kom léttstígur færandi hendi og gaf skólanum fallega innrammaða mynd af þekktum tónskáldum. Myndin var gjöf foreldra Láru Steindórs Gísladóttur, eiginkonu...
Sóli Hólm í Hömrum 27. okt
Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm verður með ógleymanlega skemmtun í Hömrum fimmtudaginn 27. október kl 20.30. Í sýningunni sem hefur hlotið stórkostlegar viðtökur gerir Sóli meðal annars upp lífið sem sviðslistamaður í heimsfaraldri meðan hann bregður sér um...
Dagur tónlistarskólanna 2023 – myndir
Haukur Sigurðsson ljósmyndari tók þessar fínu myndir á Degi tónlistarskólanna í Ísafjarðarkirkju 25. febrúar sl. Sérstakar þakkir fær fólk sem styrkti hljóðfærasjóð tónlistarskólans, enn er hægt að styrkja hann. Reikningur hljóðfærasjóðs er 556 14 603023 og kennitala...
SpeedAdmin appið – leiðbeiningar
Hér eru grunnleiðbeiningar um notkun á SpeedAdmin appinu
Jólakveðja
Kæru nemendur, forráðamenn og aðrir velunnarar Tónlistarskóla Ísafjarðar! Við sendum ykkur hugheilar óskir um gleðileg jól og hagfellt nýtt ár, jafnt í starfi sem leik, með miklum framförum. Við kennararnir settum upp smá leikþátt til gamans í tilefni jólanna, á...
Sjónvarpið í heimsókn
Allt á fullu í tónlistarskólanum við undirbúning jólatónleikanna sem byrja 8. desember. Ágúst Ólafsson fréttamaður Rúv kom við í skólanum og fylgdist með syngjandi kórstúlkum skreyta jólatréð, nemendum spila sexhent á píanó og skólastjóranum baka rúsínukökur. Aðventan...
Tónlist er fyrir alla!
Tónlist er fyrir alla! Gleðisprengjan og eldhuginn Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths sló í gegn hjá okkur með lagasmiðjum hjá Starfsendurhæfingu, nemendum okkar og kennurum. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig tónlistin varð til upp úr engu. Á þremur dögum...
Skólalúðrasveitamót í Hörpu
Skólalúðrahljómsveit Tónlistarskólans kom, sá og sigraði á skólalúðrasveitamóti í Hörpu um helgina, eina sveitin frá landsbyggðinni. Sveitin var skipuð hljóðfæraleikurum á öllum aldri og tæpir sex áratugir á milli yngsta og elsta hljóðfæraleikarans. Fyrrverandi...
Lilja Dögg í heimsókn
Í heimsókn Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á Vestfirði, valdi hún meðal annars að líta inn til okkar í Tónlistarskólann. Lilja fékk leiðsögn um skólann, skoðaði húsmæðraskólasýninguna og hlýddi á kennslu. Einnig tók hún lagið ásamt sínu fríða...
Sóli Hólm tók Ísafjörð með trompi
Það er hollt að hlæja. Sóli Hólm sló í gegn í Hömrum í gærkvöldi með lygilegum eftirhermum, nákvæmum tímasetningum og græskulausu, sprenghlægilegu gríni. Ætlaði allt vitlaust að verða þegar hann persónugerði Helga Björns og marga fleiri. Sóli er að byrja að vinna að...
Opið hús í Tónlistarskólanum – myndir
Það ríkti glaðværð á Opnu húsi í Tónlistarskólanum 1. vetrardag. Nemendur, forráðamenn, gestir og gangandi komu fylktu liði í blíðviðrinu. Að venju var hægt að fylgjast með kennslu í stofum. Boðið var upp á brauðtertur Gunnu Siggu í Hömrum, en GSM er nýkrýndur...
Tónlistarskóli Ísafjarðar 75 ára – afmælisviðburðir
Í ár eru liðin 75 ár frá stofnun Tónlistarskóla Ísafjarðar Tónlistarskóli Ísafjarðar var stofnaður árið 1948 og er því 75 ára í ár. Við ætlum að fagna tímamótunum á ýmsan hátt yfir árið. Fyrsti viðburðurinn er að á sumardaginn fyrsta verður opnuð sögusýning um...
Erna Vala og Romain Þór – tónleikar í Hömrum á föstudaginn
Erna Vala og Romain Þór - tónleikar í Hömrum föstudaginn 11.02.23 Á föstudagskvöldið kl. 20 verður flugeldasýning í tónum í Hömrum, þar sem Erna Vala og Romain Þór spila tvo af ástsælustu ballettum tónlistarsögunnar (Öskubuska og Hnotubrjóturinn) í litríkum...
Smákökubakstur og jólatónleikaundirbúningur í fréttum Ruv
Ágúst fréttamaður Sjónvarpsins kom í heimsókn í skólann og myndaði nemendur við jólatónleikaundirbúning og Bergþór skólastjóra baka rúsínukökur. Smellið HÉR TIL AÐ SJÁ FRÉTTINA...
Sóli Hólm og Halldór Smára í Hömrum 11. des
Sóli Hólm og Halldór Smárason verða í Hömrum 11. des. kl 20.30. Sóli Hólm og Halldór Smárason verða í Hömrum 11. desember kl 20.30. Miðasala á Tix.is Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm hefur síðustu ár lagt sitt af mörkum til að létta lund landsmanna með...
Jólalegur samsöngur 1. desember kl. 18 í Hömrum
Áfram heldur samsöngur í Hömrum þar sem öllum er heimill aðgangur til að syngja saman og kæta geð! 1. desember kl. 18 í upphafi jólaföstu, leiða kennararnir Rúna Esradóttir og Judy Tobin sönginn með dyggri aðstoð nemenda. Ókeypis aðgangur.
Vinnusmiðja með Sigrúnu Sævarsdóttur
Sigrún Sævarsdóttir Griffiths er fagstjóri við Guildhall School of Music and Drama í London og verður hjá okkur í TÍ næstu þrjá daga í samvinnu við Starfsendurhæfingu Vestfjarða, þar sem hún ætlar að stofna hljómsveit og efna til lagasmiðju með skjólstæðingum...
Tónlist á Eyri og Hlíf
Um árabil hefur verið fari á Hlíf og Eyri með tónlistaratriði frá Tónlistarskólunum í bænum. Þetta lagðist að nokkru leyti niður í covid, því miður. Nú hefur heldur betur birt til í mannheimum og um daginn var staðið fyrir söngstund, einkar ánægjulegt og hressilega...
Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach – tónleikar í Hömrum – ókeypis aðgangur
Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach - tónleikar í Hömrum - ókeypis aðgangur Þetta verða kammertónleikar og á dagskrá fallegustu verk eftir Chopin, Schubert og Tchaikovsky. Tónleikar verða haldnir í Hömrum þriðjudaginn 1.nóvember 2022 kl 20:00 Flytjendur verða...
Opið hús í tónlistarskólanum á laugardaginn
Kl. 14:00-14:45 nk. laugardag 22. okt. hefst hið árlega opna hús í Tónlistarskólanum. Gestum og gangandi gefst tækifæri til að ganga um stofur og fylgjast með kennslu. Kl. 15:00 verða brauðtertur í Hömrum frá sjálfum Íslandsmeistaranum í brauðtertugerð, Gunnu Siggu....