Rebekka Skarphéðinsdóttir, framhaldsprófstónleikar í Hömrum 1. apríl 2023

1. apríl 2023 | Fréttir

Rebekka Skarphéðinsdóttir. Framhaldsprófstónleikar í Hömrum 1. apríl 2023

Rebekka, Oliver og Judy

Rebekka Skarphéðinsdóttir

Rebekka, Rebekka, Judy, Bjarney, Oliver, Matilda og Bergþór

Rebekka hóf nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar haustið 2007, aðeins 5 ára gömul. Hún var þá í forskóla hjá Bjarneyju Ingibjörgu í tvo vetur. Hún hóf píanónám árið 2009 hjá Beötu Joó og hefur alla tíð verið mjög samviskusöm og iðin við námið. Einnig söng hún í skólakór Tónlistarskólans undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar fram á unglingsár.  Judy Tobin tók við píanókennslunni haustið 2022 í leyfi Beu.

Rebekka hefur tekið þátt í hinum ýmsu viðburðum á vegum Tónlistarskólans frá upphafi náms og spilað á píanó við ýmis tækifæri.  Rebekka hefur sérstaklega gaman af allskonar samspili og skemmtilegum útsetningum og áskorunum á píanó. Einnig hefur hún reglulega spilað við hinu ýmsu uppákomur hjá fyrirtækjum og félagasamtökum í bænum.

Þegar Menntaskólinn á Ísafirði setti upp söngleikina Lion King árið 2018 og Mamma Mia 2020, í tónlistarstjórn Beötu, tók Rebekka þátt í hljómsveit leikfélagsins og voru það mjög krefjandi og skemmtilegt verkefni.

Rebekka keppti í EPTA píanókeppninni árið 2015 og hefur einnig tekið nokkrum sinnum þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna.  Einnig hefur hún tekið nokkur Masterclass námskeið í píanóleik í gegnum árin þegar gestakennarar hafa komið til Ísafjarðar.

Rebekka hóf sjálf að kenna píanó fyrir rúmu ári síðan og hefur mjög gaman af.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir komuna og vonum að þið njótið tónleikanna.

 

Efnisskrá:

Frédéric Chopin (1810-1849)

Vals í As-dúr, op. 69, no. 1 

Carl Czerny (1791-1857)

Æfing Í B-dúr, Op. 740 No. 4

úr “The art of finger development”

Ludwig van Beethoven (1770-1827)

Sónatína Op. 79 No. 25 

“Presto alla tedesca”

Domenico Scarlatti (1685-1758)

Sónata í d-moll K.141

Sergei Rachmaninoff (1873-1943)

Rómansa: (annar kafli) úr „Tvö verk fyrir sexhent píanó”

(Meðleikarar: Judith Tobin og Oliver Rähni)

Nathaniel Dett (1882-1943)

Juba dans í F-dúr 

Darius Milhaud (1892-1974)

Scaramouche Op.165b, III kafli: Brazileira 

(Meðleikari: Matilda Harriet Mäekalle)

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is