Söngnám

Söngur

Farið er eftir aðalnámskrá tónlistarskólanna og sækja söngnemendur fasta tónfræðitíma þegar þeir hafa klárað grunnhluta þess efnis með kennara sínum.

Söngnám hefur talsverða sérstöðu miðað við annað hljóðfæranám en hljóðfærið, röddina, ber nemandinn með sér hvert sem hann fer. Algengt er að nemendur byrji söngnám seinna en gengur og gerist í hljóðfæranámi eða um 16 til 18 ára aldurinn. Námshraði nemenda er því mjög einstaklingsbundinn þar sem fyrri kynni söngnema af tónlistarnámi og tónlistariðkun er mjög breytileg. Auk söngþjálfunar, tækniatriða og öndunar læra nemendur hvernig nálgast eigi texta á hinum ýmsu tungumálum, farið er í framburð, túlkun texta, leikræna tjáningu og framkomu.

Söngnám fer fram í einkatímum, en að auki sækja nemendur samsöngstíma einu sinni í viku. Söngnemendur í fullu mið- og framhaldsnámi sækja einnig meðleikstíma, með píanista deildarinna. Æskilegt er að söngnemendur læri að leika á önnur hljóðfæri sem nýtast þeim í námi, eins og t.d. píanó.

Tónlistarskóli Ísafjarðar býður einnig upp á unglingasöngdeild og fullorðinsfræðslu. Til að taka þátt í fullorðinsfræðslunni er hægt að kaupa sér 5 eða 10 tíma kort, athugið að takmarkað framboð er á þessum kortum skólaárið 2020-2021. Hafið samband við skrifstofu 450-8340 til að heyra framboð hverju sinni í fullorðinsfræðslu

Hér má sjá verðskrá fyrir söngdeildina

Grunnnám: Fullt nám 60 mín., einkatími

Hálft nám: 40 mín., einkatími

Samsöngur: 60 mín., hóptími

Miðnám: Fullt nám 60 mín., einkatími og 30 mín., meðleikur

Hálft nám: 40 mín, einkatími

Samsöngur: 60 mínútur, hóptími

Framhaldsnám: Fullt nám 60 mín., einkatími og 40 mín., meðleikur

Hálft nám 40 mín, einkatími

Samsöngur 60 mínútur, hóptími

Fullorðinsfræðsla: 40 mín., einkatímar