Námsmat

Tónlistarskóli Ísafjarðar starfar í samræmi við markmið aðalnámskrár tónlistarskóla.
Allir nemendur fá vetrareinkunnir fyrir ástundun og árangur á skólaárinu sem byggist á framförum þeirra yfir árið og frammistöðu á samæfingum og tónleikum.

Áfangaprófin eru þrjú: Grunnpróf, miðpróf og framhaldspróf.

Nemendur taka einnig próf í tónfræðigreinum, fyrst í undirbúningsnáminu, ópus 1, og síðar í Hlustun og greiningu sem leiðir til áfangaprófa í tónfræðigreinum.

Prófdómarar í áfangaprófum hafa hlotið sérstaka þjálfun á vegum prófanefndar tónlistarskólanna, en mjög strangar kröfur eru settar varðandi alla próftökuna til að tryggja hlutleysi prófdómarans og til að sú samræming náist, sem prófin eiga að leiða til.

Vorpróf

Nemendur geta tekið vorpróf og fá þá stutta skriflega umsögn um flutning sinn. Vorpróf eru innanhússpróf og eru dæmd af kennurum skólans.