Skólastarfið

Starfsemi Tónlistarskólans á Ísafirði og útibúa skólans hefst í seint í ágúst og stendur til maíloka. Kennsla hefst eftir skólasetningu ár hvert og lýkur eftir vortónleika, áfangapróf og vorpróf í maí. Hægt er að að senda inn umsóknir allan ársins hring en ekki er hægt að tryggja skólavist þegar liðið er á skólaárið. Til þess að byrja nám á haustönn er gott að sækja um fyrir miðjan ágústmánuð og er unnið úr umsóknum jafnóðum og þær berast um það leyti. Kennarar hafa samband við foreldra og forráðamenn þegar þeim hefur verið úthlutað nemendum, en í einhverjum tilvikum geta myndast biðlistar. Reynt er að verða við óskum flestra umsækjenda eins og kostur er eða benda á aðra möguleika. Til þess að hefja nám á vorönn er gott að fá umsóknir sendar fyrir áramót en það kemur fyrir að einhverjir nemendur hætta námi og það myndist pláss. Ekki er þó hægt að ganga að því vísu með allar námsgreinar.

Tónlistarskólinn samræmir frí og starfsdaga í grunnskólum á svæðinu. Það getur komið fyrir að kennsla sé í Tónlistarskólanum á þeim dögum sem frí er í skólanum og er það þá auglýst sérstaklega í fréttakerfi eða á Facebook síðu skólans. Samráðsdagar eru 2 x á ári en þar gefst foreldrum færi á að ræða námsframvinduna við tónlistarkennarann, en samráðið fer fram eins og hentar best, í tölvupósti, síma eða með heimsókn í spilatíma. Foreldrar eru þó ávallt velkomnir að fylgjast með kennslu.

Viðburðir við skólann eru meðal annars jóla- og vortónleikar og þematengd dagskrá sem tengist ýmsum tilefnum t.a.m. Degi tónlistarskólanna. Að auki taka nemendur þátt í hinum ýmsu uppsetningum og verkefnum t.d. í samstarfi við grunn – og menntaskólann og fá margvísleg tækifæri til þess að koma fram. Fastir þátttökuliðir eru Nótan sem er uppskeruhátíð tónlistarskóla á landsvísu þar sem tónlistarnemendur á öllum aldri og á öllum stigum tónlistarnáms taka þátt.

Gott að hafa í huga:

Hægt er að senda inn umsóknir allan ársins hring en hefðbundinn inntökutímabil við skólann eiga sér stað á haust og vorönn.

Mikil aðsókn getur verið í einstaka námsgreinar og reynt er að koma til móts við hvern og einn eftir því sem kostur er.

Þegar líður á maí er mikið að gerast í starfi skólans og ber að huga að æfingum fyrir vortónleika og vorpróf sem eru haldin kringum miðjan mánuðinn ár hvert.

Samspil

Áhersla er lögð á að nemendum sé gefinn kostur á því að taka þátt í samspili en við skólann eru reglulegar æfingar strengjasveitar og lúðrasveita. Auk þess hafa kennarar umsjón með smærri samspilshópum
Við Tónlistarskóla Ísafjarðar starfa reglulega tvær lúðrasveitir, undir stjórn Madis Mäekalle. Sveitirnar koma fram á tónleikum skólans, við ýmis tækifæri s.s. opnun Skíðaviku, 1. maí o.s.frv. Sveitirnar halda opinbera tónleika í Ísafjarðarkirkju snemma í maí á hverju ári, sem kallast Vorþytur.

Skólareglur Tónlistarskóla Ísafjarðar eru HÉR.