Heimilistónar í haust

15. maí 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir

Heimilistónar í haust

Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskólans ætlum við að blása til Heimilistóna eins og gert hefur verið áður á afmælum skólans og margir þekkja.  Heimilistónarnir verða laugardaginn 25. nóvember. Fyrirkomulagið er þannig að nemendur skólans undir stjórn kennara spila á heimilum og eru gestir velkomnir. Þannig er hugmyndin að gestir geti farið milli „tónleikastaða“ og upplifað sem mest og fjölbreyttast. Dagskrá verður tilkynnt síðar.

Nú auglýsum við eftir heimilum sem vilja taka þátt í þessu skemmtilega verkefni með okkur. Viltu vera með?

Bjarney Ingibjörg er verkefnastjórinn og best að hafa samband beint við hana.