Jólakveðja

20. desember 2022 | Fréttir

Kæru nemendur, forráðamenn og aðrir velunnarar Tónlistarskóla Ísafjarðar!

Við sendum ykkur hugheilar óskir um gleðileg jól og hagfellt nýtt ár, jafnt í starfi sem leik, með miklum framförum.  Við kennararnir settum upp smá leikþátt til gamans í tilefni jólanna, á myndinni má sjá allóvenjulega Skyrgáma, Askasleikja, Kertasníkja, Þvörusleiki, Stúf, Ketkróka, Pottaskefla, Bjúgnakræki og Gluggagægi. Vonum að þið hafið gaman af að geta upp á hver er hvað.

Skólahald hefst 4. janúar. Sjáumst glöð og hress á nýju ári!

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is