Skúli Þórðarson

4. janúar 2023 | Fréttir

Skúli Þórðarson

Skúli Þórðarson

Skúli Þórðarson, sem margir þekkja sem Skúla mennska, er nýi gítarkennarinn okkar. Hann er yfirvegaður og geðþekkur, húsmæðraskólaskólagenginn og unnandi dægurmenningar. Þá er það helst tónlist sem vekur hrifningu hans og áhuga. Semja hana, hlusta á hana, flytja hana, læra hana og kenna hana. Skúli er mjög hrifnæmur að eðlisfari og uppáhaldsmaturinn hans gjarnan það sem hann borðaði síðast og eftirlætis mynd er rómantíska gamanmyndin með Júlíu Roberts og George Clooney sem hann sá síðast í Ísafjarðarbíó. En það gæti breyst næst þegar hann horfir á mynd. Uppáhalds liturinn hans er samt alltaf rauður og talan sjö. Starfsferillinn er orðinn nokkuð fjölbreyttur og þegar hér er komið við sögu hefur Skúli átt mjög stuttan feril á héraðsfréttablaðinu Bæjarins besta, töluvert lengri feril hjá pylsuvagninum Bæjarins bestu, kokkað, þjónað og vaskað upp, annast sjóskrímsli á Bíldudal og verið í uppskipun svo fátt eitt sé nefnt. Við vonum að ferill hans sem gítarkennari verði til framtíðar, enda sýnir hann mjög góða takta nú þegar, skipulagður, barngóður og fljótur að tileinka sér nýja starfið. Við heppin!