Kveðjutónleikar Rósbjargar Eddu

10. maí 2023 | Fréttir, Hamrar

Kveðjutónleikar Rósbjargar Eddu

Rósbjörg Edda Sigurðardóttir heldur kveðjutónleika í Hömrum í kvöld kl 20, 10. maí 2023. Hún hóf söngnám 13 ára gömul, fyrst hjá Bjarneyju Ingibjörgu en síðustu ár hefur hún notið handleiðslu Sigrúnar Pálmadóttur. Rósbjörg ætlar að hleypa heimdraganum í haust og hefja nám í hjúkrun í Reykjavík og stefnir á að verða ljósmóðir í framtíðinni. Með henni spila Andri Pétur Þrastarson, Jón Mar Össurarson, Oliver Rähni og Skúli Þórðarson.

Efnisskrá:

Rolf Løvland: You Raise Me Up. Gestur: Madis Mäekalle

Bragi Valdimar Skúlason:Orðin mín. Gestur: Sylvía Jónsdóttir

Norskt lag/Þorsteinn Gíslason: Liljan

Claude-Michel Schönberg: I dreamed a dream. Gestur: Sylvía Jónsdóttir

Shania Twain / R. J. Lange: You’re still the one

Gréta M. og Hólmfríður Ó. Samúelsdætur / Ólafur Gaukur: Ó, María

Amerískt þjóðlag / Jón Sigurðsson: Ég fann þig

L. Bonfa / Ólafur G. Þórhallsson: Um þig

Phil Hanseroth: The Story

Shania Twain / R. J. Lange: Any man of mine

Vikivaki

Sunnan yfir sæinn breiða
sumarylinn vindar leiða.
Draumalandið himinheiða
hlær og opnar skautið sitt.

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Gakk þú út í græna lundinn,
gáðu fram á bláu sundin.
Mundu, að það er stutt hver stundin,
stopult jarðneskt yndi þitt.

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Allt hið liðna er ljúft að geyma,
láta sig í vöku dreyma.
Sólskinsdögum síst má gleyma,
segðu engum manni hitt!

Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt!

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is