Heiðursverðlaun 2024 – Beáta Joó

29. maí 2024 | Fréttir

Heiðursverðlaunahafi Tónlistarskólans 2024 - Beáta Joó

Heiðursverðlaunahafi Tónlistarskólans 2024 – Beáta Joó

Heiðursverðlaun Tónlistarskólans 2024 – Beáta Joó

Mikið lán var það fyrir Ísafjörð þegar Bea Joó ákvað að setjast hér að og helga samfélaginu starfskrafta sína. Hún hefur auðgað tónlistarlífið á Ísafirði síðustu áratugi. Ekki aðeins hefur hún fóstrað óteljandi píanónemendur Tónlistarskólans af sinni einstöku alúð, heldur hefur hún verið hugmyndasmiður og frumkvöðull í starfi skólans alla tíð. Tónlistarskólinn á henni mikið að þakka og það er því sannarlega verðskuldað að veita henni Heiðursverðlaunin 2024.

🇭🇺 🇮🇸

Bea flutti til Íslands árið 1986 og frá fyrsta degi setti hún mark sitt á tónlistarlífið á Ísafirði svo eftir var tekið, nú síðast sem tónlistarstjóri í Fiðlaranum á þakinu.

Áður hafði hún t.d. verið tónlistarstjóri í Eldmærinni, Oliver!, Söngvaseið og Kalla og sælgætisgerðinni. Þá stjórnaði hún Sunnukórnum til fjölda ára, einnig Karlakórnum Erni og Kvennakór Ísafjarðar. Einnig stofnaði hún og stjórnaði Hátíðarkór Tónlistarskólans við sérstök tækifæri, t.d. í Messíasi e. Händel, Sálumessu Mozarts og Bach tónleikum með Sinfóníuhljómsveit áhugamanna og Gloriu e. Poulenc sem var flutt með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún hefur farið í fjölmargar söngferðir með kórum sínum bæði innanlands og utan og ávallt við góðan orðstír.

Bergþór og Albert segja að líf þeirra hafi fengið ánægjulega innspýtingu við að kynnast Beu. Eftir tæp fjörutíu ár á Íslandi gerir hún enn grín að mistökum sínum í glímunni við okkar snúna tungumál. Og með leyfi Beu langar okkur að deila með ykkur fyrstu kynnum okkar. Daginn eftir að við fluttum vestur bauð hún okkur í pönnusteikta lúðu úti í garði á fögru síðsumarkvöld. Áður en við settumst til borðs spurði Albert í sakleysi sínu hvað yrði í matinn. Bea svaraði stolt; Steiktur lúði 😂 – eflaust höfum við orðið kindarlegir í framan en reyndum að láta á engu bera. Áfram sátum við úti og talið barst að forláta hengirúmi sem Jói og Aron voru nýbúnir að smíða. Þá sagði Bea: Má ekki bjóða ykkur að hengja ykkur í rúminu?

Þegar Vigdís Finnbogadóttir forseti hitti Beu í fyrsta sinn, sagði hún: Takk fyrir allt sem þú hefur gert fyrir íslenskt tónlistarlíf.

🇭🇺 🇮🇸

.

Gaigai, Bea og Gulli

Geigei, Bea og Gulli á góðri stund

Beata Joo Heiðursverðlaunahafi Tónlistarskólans 2024 - Beáta Joó bea

Heiðursverðlaunahafi Tónlistarskólans 2024 – Beáta Joó

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is