Fréttir og tilkynningar

Hátíðartónleikar í Hömrum á sunnudag – ókeypis aðgangur

Hátíðartónleikar í Hömrum á sunnudag – ókeypis aðgangur

Ísfirsku bræðurnir Maksymilian Haraldur, Mikolaj Ólafur og Nikodem Júlíus Frach eru komnir eins og aðrir vorboðar. Margir munu hafa hug á að hlusta á þessa eftirlætisnemendur í Tónlistarskólanum um árabil, en þeir stunda nú nám í Póllandi. Þeir halda hátíðartónleika í...

read more
Samsöngskemmtun í Hömrum á miðvikudaginn kl 17

Samsöngskemmtun í Hömrum á miðvikudaginn kl 17

Samsöngurinn fyrir páska heppnaðist svo vel að við ætlum að endurtaka leikinn á miðvikudaginn kl. 17. Öllum er boðið að koma og syngja saman í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar í fjöldasöng miðvikudaginn 27. apríl kl. 17. Textum verður varpað upp. Boðið verður upp...

read more
Bókasafn tónlistarskólans í stærra rými

Bókasafn tónlistarskólans í stærra rými

Harðduglegt starfsfólk tónlistarskólans bretti upp ermar og flutti bókasafnið úr litlu herbergi niður í stærra rými á fyrstu hæð. Nú er búið að endurraða og skipuleggja upp á nýtt.  

read more
Herdís Anna – söngvari ársins – tónleikar í Hömrum

Herdís Anna – söngvari ársins – tónleikar í Hömrum

Söngvari ársins Herdís Anna Jónasdóttir mætir á Ísafjörð ásamt félögum sínum Grími Helgasyni og Semion Skigin. Tríóið flytur verk fyrir sópran, klarinett og píanó eftir J. S. Bach, Schubert og Louis Spohr. 6. apríl 2022 kl. 20:00 í Hömrum Miðaverð kr. 3000, en kr....

read more
Peter og Aladár

Peter og Aladár

Peter Máté og Aladár Rácz léku á tveggja flygla tónleikum Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömrum í dag og fóru algerlega á kostum. Áheyrendur fuku annað slagið aftur á bak í sætunum, svo mikill var krafturinn og fingrafimin. Einfaldlega stórkostleg upplifun. Í sambandi...

read more
Húsmæðraskólinn Ósk – myndir frá opnun sögusýningar

Húsmæðraskólinn Ósk – myndir frá opnun sögusýningar

Fjölmargar fyrrum námsmeyjar úr Húsmæðraskólanum Ósk komu á opnun sögusýningar um starfsemi skólans. Tekið er á móti útskriftarhópum úr húsmæðraskólanum og öðrum sem vilja skoða. Efsta mynd, f.v. Linda R. Kristjónsdóttir, Erla Aðalsteinsdóttir, Auður Yngvadóttir,...

read more
Nótan 2022 í Stykkishólmi

Nótan 2022 í Stykkishólmi

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, fór fram í Stykkishólmskirkju 19. mars. Þátttakendur komu hvaðanæva af vesturhluta landsins, allt frá Akranesi til Ísafjarðar. Á hátíðinni var einstaklega gott andrúmsloft  enda langþráð að hittast eftir tveggja ára hlé. Hátíðin...

read more
Nótan 2022 – beint streymi á laugardaginn

Nótan 2022 – beint streymi á laugardaginn

Nokkrir nemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar taka þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi á laugardaginn. Að þessu sinni fer Nótan fram í Stykkishólmskirkju og hægt verður að fylgjast með beinu streymi HÉR Útsendingin hefst kl....

read more
Samsöngskemmtun í Hömrum á fimmtudaginn kl 18

Samsöngskemmtun í Hömrum á fimmtudaginn kl 18

Það er kominn tími til að Ísfirðingar syngi í sig vorið. Hugurinn ber okkur hálfa leið. Öllum er boðið að koma og syngja saman í Hamra, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar í fjöldasöng fimmtudaginn 24. mars kl. 18. Textum verður varpað upp. Aðgangur ókeypis og allir...

read more
Fjögurra handa ferðalag – píanótónleikar 27. mars í Hömrum

Fjögurra handa ferðalag – píanótónleikar 27. mars í Hömrum

Með gleði í hjarta kynnir Tónlistarfélagið til leiks tvo frábæra píanóleikara þá Aladár Rácz og Péter Máté. Báðir eru þeir af ungversku bergi brotnir en fæddir í sitthvoru landinu og kynntust fyrst sem þátttakendur í píanókeppni í Belgrad, árið 1983. Báðir hafa þeir...

read more
Opnun sýningar um Húsmæðraskólann Ósk

Opnun sýningar um Húsmæðraskólann Ósk

Fimmtudaginn 24. mars kl. 17 verður sýningin um Húsmæðraskólann Ósk „opnuð" Til opnunarinnar er boðið öllum dömum sem voru á húsmæðraskólanum, þið megið gjarnan segja þeim frá þessu. 🥘 👉  MEIRA HÉR   👈 🥘

read more
Sara Hrund

Sara Hrund

Sara Hrund Signýjardóttir ræður ríkjum í útibúinu á Suðureyri. Þegar Sara er að kenna, er eins og nemendur detti í núvitund, einbeitingin verður mjög sterk og mikil ró færist yfir. Þetta gerir Söru að afbragðs kennara.   Sara er Ævintýrakona með stóru Æ-i. Einu sinni...

read more
Skólahald fellur niður 14. mars

Skólahald fellur niður 14. mars

Grunnskólinn hefur nú fellt niður kennslu í dag, vegna veðurs. Þar sem veðurspáin virðist ætla að ganga eftir, neyðumst við til að fella niður kennslu einnig síðdegis.

read more
Skólahald fellur niður 23. febrúar

Skólahald fellur niður 23. febrúar

Vegna slæmrar veðurspár neyðumst við til að fella niður kennslu á morgun, miðvikudag 23. febrúar. Nú verðum við að fara að bjóða veðurguðunum í pönnukökur til að blíðka þá. En góðu fréttirnar eru að þegar við erum inni í hríðarbyl, er hægt að æfa sig allan...

read more
Andri Pétur með plötu

Andri Pétur með plötu

Undirstaða velgengni í Tónlistarskólanum er ekki hvað síst frábært kennaralið. Góðir listamenn og skólastarfið gengur eins og vel smurð vél fyrir elju þeirra og alúð. Sum eru m.a.s. tónskáld. Á opnu húsi í haust voru t.d. tónleikar með einstaklega fallegum lögum...

read more
Sigtryggur fór á kostum í masterklass

Sigtryggur fór á kostum í masterklass

Það hljóp heldur betur á snærið hjá okkur að fá Sigtrygg Baldursson a.k.a. Bogomil Font til að gefa okkur innsýn í heim trommuleiksins, pælingarnar þegar hann var að byrja og þróun ferilsins o.m.fl. Svo fengum við dæmi um alls konar bít og pólíritma. Að tromma er...

read more
Vetrarfrí og starfsdagur

Vetrarfrí og starfsdagur

Föstudaginn 18. feb. og mánudaginn 21. feb. er vetrarfrí í Tónlistarskólanum eins og í Grunnskólanum. Þriðjudaginn 22. feb. er sömuleiðis starfsdagur eins og í Grunnskólanum.

read more
Námskeið með Sigtryggi Baldurssyni

Námskeið með Sigtryggi Baldurssyni

Í dag var skonsukaffi með Sigtryggi Baldurssyni, öðru nafni Bogomil Font og Gulla Jónasar. Sigtryggur verður með námskeið fyrir slagverksnemendur á miðvikudag 16. febrúar kl. 17, en aðrir nemendur eru velkomnir. Gulli Jónasar er mikill aufúsugestur, en hann fór á...

read more
Jón Mar Össurarson

Jón Mar Össurarson

Jón Mar Össurarson Þetta er hann Jón Mar slagverkskennari, mjög eftirsóttur kennari, enda pottþéttur, traustur og hlýr gaur. Hann sér margt skemmtilegt í tilverunni og það leynir sér ekki í augunum á honum þegar hann er að hugsa eitthvað fyndið. Stundum kemur hann inn...

read more
Rúna Esradóttir

Rúna Esradóttir

Rúna Esradóttir Þetta er hún Rúna. Hún hefur einstaklega smitandi hlátur. Það er kannski af því að hún er gleðigjafi að upplagi. Um leið hefur hún mikið jafnaðargeð og það er ekkert skrýtið þó að börnin flykkist til hennar, öllum líður einfaldlega vel þar sem Rúna er....

read more
Bjarney Ingibjörg

Bjarney Ingibjörg

  Bjarney Ingibjörg Nafnið hennar Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, skammstafað, er BIG. Það er lýsandi fyrir þessa stórhuga konu. Eins og sagt er, það sópar að henni, engin lognmolla. Bjarney kennir einsöng, stjórnar kórunum og svo er hún deildarstjóri...

read more
Sigrún Pálmadóttir

Sigrún Pálmadóttir

Sigrún Pálmadóttir söngkennari og aðstoðarskólastjóri er hamhleypa til vinnu, en aðeins ef hún fær að borða reglulega. Sumum finnst eiginlega óþolandi hvað hún getur innbyrt af dýrindis krásum, án þess að bæta á sig einu grammi. En kannski er það af því að hún mætir...

read more
Ágústa Þórólfsdóttir

Ágústa Þórólfsdóttir

Ágústa Þórólfsdóttir, píanókennari, hefur verið viðloðandi Tónlistarskólann síðan 1983. Það segir sitt um trygglyndi hennar, enda tekur hún utan um nemendur sína af einstakri alúð og umhyggju. Það er allt svo hlýlegt við Ágústu. Ímyndið ykkur bara fjölskyldumálsverð...

read more
Rachelle Elliott

Rachelle Elliott

Rachelle kom til okkar í haust eins og stormsveipur, alltaf brosandi og oftast hlæjandi. Hún sér um kórastarf yngri barna og kennir á flautu og píanó, en er líka að skrifa doktorsritgerðina sína í kórstjórn. Það er einhver frumkraftur í henni Rachelle og það kemur...

read more
Madis Mäekalle

Madis Mäekalle

Madis Mäekalle Þetta er hann Madis, sem kennir á ýmis blásturshljóðfæri, maðurinn sem setur allt í gang með lúðrasveitinni þegar eitthvað er um að vera á Ísafirði. Bæjarlistamaður Ísafjarðar 2020. Eiginlega langar mann helst að standa upp og hneigja sig ofan í gólf,...

read more
Andri Pétur

Andri Pétur

Andri Pétur Andri Pétur á ótrúlega auðvelt með að sjá eitthvað skondið við hversdagslegustu hluti. Þegar hann kemur inn í kennarastofuna, má alltaf búast við því að hann láti fínlega athugasemd falla sem hægt er að veltast um af hlátri yfir (engin pressa Andri minn). ...

read more
Beata Joó

Beata Joó

Ó hún Bea. Mikið lán var það fyrir Ísafjörð þegar Beata Joó ákvað að setjast hér að og helga samfélaginu starfskrafta sína. Hún hefur auðgað tónlistarlífið á Ísafirði sl. áratugi. Ekki aðeins hefur hún fóstrað óteljandi píanónemendur af sinni einstöku alúð, heldur...

read more
Jónas Tómasson

Jónas Tómasson

Hinn 13. apríl sl. voru 140 ár liðin frá fæðingardegi Jónasar Tómassonar, en í ár eru 110 ár síðan hann stofnaði Tónlistarskóla Ísafjarðar hinn fyrri, sem talinn er hafa verið fyrsti tónlistarskóli á landinu. Hann var starfræktur í fjögur ár og þar voru námsgreinarnar...

read more