Fjögurra handa ferðalag – píanótónleikar 27. mars í Hömrum

16. mars 2022 | Fréttir, Hamrar, Tónlistarfélagið

Með gleði í hjarta kynnir Tónlistarfélagið til leiks tvo frábæra píanóleikara þá Aladár Rácz og Péter Máté. Báðir eru þeir af ungversku bergi brotnir en fæddir í sitthvoru landinu og kynntust fyrst sem þátttakendur í píanókeppni í Belgrad, árið 1983. Báðir hafa þeir verið búsettir á Íslandi síðan á níunda áratug síðustu aldar.

Aladár og Peter komu fyrst fram sem píanódúó í Salnum í Kópavogi fyrir tæpum 10 árum. Þeir hafa síðan þá leikið saman á ýmsum tónleikum bæði á Íslandi og erlendis. Á tónleikunum má meðal annar heyra verk eftir: Wolfgang Amadeus Mozart, Ferenc Liszt, George Enescu og Frank Martin.
Tónleikarnir fara fram í Hömrum sunnudaginn 27. mars næstkomandi kl. 17:00

Miðaverð:
kr. 3000, kr. 2000 fyrir eldri borgara og öryrkja.
Aðgangur kr. 0 fyrir skólafólk 20 ára og yngra

Þeir félagar ætla einnig að bjóða nemendum upp á námskeið laugardaginn 26. mars, meira um það síðar frá Tónlistarskóla Ísafjarðar.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is