Fréttir og tilkynningar
Sóli Hólm tók Ísafjörð með trompi
Það er hollt að hlæja. Sóli Hólm sló í gegn í Hömrum í gærkvöldi með lygilegum eftirhermum, nákvæmum tímasetningum og græskulausu, sprenghlægilegu gríni. Ætlaði allt vitlaust að verða þegar hann persónugerði Helga Björns og marga fleiri. Sóli er að byrja að vinna að...
Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach – tónleikar í Hömrum – ókeypis aðgangur
Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach - tónleikar í Hömrum - ókeypis aðgangur Þetta verða kammertónleikar og á dagskrá fallegustu verk eftir Chopin, Schubert og Tchaikovsky. Tónleikar verða haldnir í Hömrum þriðjudaginn 1.nóvember 2022 kl 20:00 Flytjendur verða...
Tónskáldamynd frá Gulla Jónasar
Gunnlaugur Jónasson hinn eini og sanni velgjörðamaður Tónlistarskólans og mannvinur, Gulli Jónasar bóksali, kom léttstígur færandi hendi og gaf skólanum fallega innrammaða mynd af þekktum tónskáldum. Myndin var gjöf foreldra Láru Steindórs Gísladóttur, eiginkonu...
Opið hús í Tónlistarskólanum – myndir
Það ríkti glaðværð á Opnu húsi í Tónlistarskólanum 1. vetrardag. Nemendur, forráðamenn, gestir og gangandi komu fylktu liði í blíðviðrinu. Að venju var hægt að fylgjast með kennslu í stofum. Boðið var upp á brauðtertur Gunnu Siggu í Hömrum, en GSM er nýkrýndur...
Opið hús í tónlistarskólanum á laugardaginn
Kl. 14:00-14:45 nk. laugardag 22. okt. hefst hið árlega opna hús í Tónlistarskólanum. Gestum og gangandi gefst tækifæri til að ganga um stofur og fylgjast með kennslu. Kl. 15:00 verða brauðtertur í Hömrum frá sjálfum Íslandsmeistaranum í brauðtertugerð, Gunnu Siggu....
Sóli Hólm í Hömrum 27. okt
Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm verður með ógleymanlega skemmtun í Hömrum fimmtudaginn 27. október kl 20.30. Í sýningunni sem hefur hlotið stórkostlegar viðtökur gerir Sóli meðal annars upp lífið sem sviðslistamaður í heimsfaraldri meðan hann bregður sér um...
Iwona Frach
Iwona Frach Iwona er Krakáingur í húð og hár. Í Kraká fæddist hún, gekk menntaveginn þar, og reyndar víðar - en í Kraká slær alltaf hjarta hennar. Svipað og önnur börn sem læra tónlist í Póllandi hóf hún nám 6 ára gömul og lauk því með MA gráðu frá...
Janusz Frach
Janusz Frach Segja má að Janusz sé fiðluleikari alveg frá blautu barnsbeini í Póllandi. Hann dansaði á rúminu við tónlist í útvarpinu aðeins fjögurra ára gamall og þá spurði mamma hans hvaða hljóðfæri hann mundi vilja spila á. Svarið man hann enn þann dag í dag -...
Ragnar H. Ragnar
Ragnar H. Ragnar Í dag, 28. september, er fæðingardagur Ragnars H. Ragnar, fyrsta skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ragnar tók upp eftirnafnið Ragnar í Bandaríkjunum, þar sem honum þótti óþægilegt að vera kallaður mr, Hjálmarsson, því að við notum skírnarnöfn á...
Gunnar Kvaran og Jane Ade Sutarjo í Hömrum 8. október
Fyrstu áskriftartónleikar Tónlistarfélagsins á þessu starfsári verða í Hömrum, sal Tónlistarskólans, laugardaginn 8. október kl. 16. Nú er virkilega ástæða til að fá sér áskrift, en þar koma fram Gunnar Kvaran sellóleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari. Þau flytja...
Tónlist er fyrir alla – ráðstefna í Hörpu
Kennarar Tónlistarskólans brugðu sér á ráðstefnu 450 tónlistarkennara í Hörpu í síðustu viku. Slíkar samkomur eru mjög gagnlegar til að fá ferskar hugmyndir og sjá hvað aðrir eru að gera, efla tengslanet og uppgötva ný tækifæri í tónlistarkennslu. Eins og yfirskriftin...
Berta Dröfn og Svanur með tónleika í Hömrum
Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítarleikari flytja efnisskrá byggða á þjóðlögum frá Íslandi, Frakklandi, Spáni og Búlgaríu, í Hömrum tónleikasal Tónlistarskóla Ísafjarðar föstudaginn 23. september. Um listafólkið: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran...
ORGELKRAKKAHÁTÍÐ í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september
ORGELKRAKKAHÁTÍÐ verður haldin í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september DAGSKRÁ 15. september Kl. 15:30: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili. Orgelspunasmiðja í kirkju. Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok...
Mikolaj Ólafur Frach sló í gegn í Hörpu
Það lá við að Ísfirðingabekkurinn í Eldborg spryngi í loft upp af stolti þegar Mikolaj Ólafur Frach sló í gegn með 1. píanókonsert Chopin, 3. kafla. Bravissimo kæri Mikolaj! Mikolaj hefur allt til að bera sem einkennir sannan listamann, elju, alúð, funheita...
Tónlistarskólinn settur
„Það var svo heitt úti og svo var troðfullt út úr dyrum, þannig að þetta var eiginlega eins og skólaslit,“ sagði Janusz eftir skólasetninguna. Tónlistarskólinn var settur í 74. sinn í dag. Bergþór Pálsson skólastjóri sagði frá starfinu framundan og kynnti tvo nýja...
Judy Tobin
Judy Tobin Judy Tobin er búin að færa lögheimiliið sitt frá Mexíkó á Ísafjörð, þar sem lognið á líka lögheimili. Henni Judy fylgir samt ekki bara logn, heldur fjör og hlýr andblær. Áður en hún fór til Mexíkó kenndi hún í 27 ár við Tónskóla Sigursveins. Judy er ein af...
Oliver Rähni
Oliver Rähni fæddist í Kýótó í Japan, árið 2003, sem gerir hann jafnframt að yngsta kennara skólans, aðeins 19 ára að aldri. Hann er sonur eistneskra foreldra, en fjölskyldan flutti frá Kýótó til Íslands, til Lauga í Reykjadal. Laugar er 1132713% minni en Kýótó hvað...
Heimsókn í skólann
Þessi glæsilegi hópur hélt upp á 60 ára fermingarafmæli á Ísafirði um helgina. Fjölbreytt dagskrá var og endurfundirnir hinir ánægjulegustu. Þau heimsóttu Tónlistarskólann og skoðuðu sýninguna um Húsmæðraskólann Ósk.
Píanóhátíð Vestfjarða
Píanóhátíð Vestfjarða Það var mikið um dýrðir á fyrstu Píanóhátíð Vestfjarða, þegar þrír öndvegis píanóleikarar létu gamminn geisa. Andrew Yang hefur borið hitann og þungann af skipulagningu þessa verkefnis, en í covid átti hann í basli með að fá vinnu eins og fleiri...
Skólasetning fer fram mánudaginn 29. ágúst kl. 18
Kæru nemendur og forráðamenn. Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar fer fram mánudaginn 29. ágúst kl. 18 í Hömrum. Kennsla hefst daginn eftir, þriðjudaginn 30. ágúst. Kennarar munu hafa samband dagana á undan til að raða í stundatöflur. Við hlökkum til...
Albert Eiríksson
Þegar Albert byrjaði sem aðstoðarskólastjóri í Tónlistarskólanum var hans fyrsta verk að skipuleggja kaffimeðlæti á kennarafundum, sem fara fram vikulega. Í skólann kom vöfflujárn og eldavél og allt í einu var daglegt brauð að finna bökunarlykt á ganginum í skólanum....
Bergþór Pálsson skólastjóri
Bergþór Pálsson skólastjóri hefur búið í tíu ár samtals í útlöndum. Í Frakklandi var hann skiptinemi, í Bandaríkjunum stundaði hann tónlistarnám, í Englandi leiklistarnám og í Þýskalandi starfaði hann sem óperusöngvari. En honum líður best á Ísafirði, enda elskar hann...
Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2022
Tónlistarhátíðin Við Djúpið var endurvakin í ár og er það einstakt gleðiefni. Hún hafði lagst af árið 2014, en hafði þá verið haldin árlega síðan 2003 þegar hún var stofnuð af Guðrúnu Birgisdóttur flautuleikara og Pétri Jónassyni gítarleikara. Námskeið voru haldin að...
Endurmenntunarferð til Búdapest og Szeged
Eftir að skólaárinu lauk brugðu kennarar Tónlistarskólans sér til Ungverjalands á þrjú námskeið. Það er hverjum starfsmanni mikilvægt að kynna sér aðferðir og nýja strauma í sínu fagi og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Í því er fólgin endurnýjun á hug og sál...
Skólaslit Tónlistarskólans
Tónlistarskóla Ísafjarðar var slitið í Ísafjarðarkirkju í dag. Bergþór Pálsson skólastjóri fór yfir skólastarfið í vetur, þakkaði nemendum, kennurum, forráðamönnum og velunnurum skólans. Nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur og tónlist ómaði um alla...
Hin árlega hópmynd
Sú skemmtilega hefð er hjá okkur í tónlistarskólanum að taka hópmynd af starfsfólkinu þegar líður að lokum skólaársins. Um leið og við þökkum fyrir veturinn, óskum við ykkur alls hins besta í sumar og minnum á að opið er fyrir umsóknir í skólann næsta vetur, sjá HÉR....
Raftónlist í tónlistarskólanum
Raftónlist í Tónlistarskóla Ísafjarðar Það er kallað raftónlist að búa til tónlist í tölvum. Í skólanum er hægt að læra raftónlist hjá Andra Pétri Þrastarsyni, að nota tölvuna sem hljóðfæri í tónlistarsköpun, ekki bara að semja, heldur taka upp, útsetja, blanda...
Strimlagardínurnar í Hömrum fá upplyftingu
Velgjörðarfólk Tónlistarskóla Ísafjarðar er víða og alltof sjaldan nefnt. Sigrún Viggósdóttir og Páll Loftsson eru alltaf boðin og búin að rétta út hjálparhönd, eru einstaklega útsjónarsöm og ráðagóð, en dettur ekki í hug að þiggja neitt í staðinn nema ánægjuna. Svona...