Fréttir og tilkynningar

Heimsókn í skólann

Heimsókn í skólann

Þessi glæsilegi hópur hélt upp á 60 ára fermingarafmæli á Ísafirði um helgina. Fjölbreytt dagskrá var og endurfundirnir hinir ánægjulegustu. Þau heimsóttu Tónlistarskólann og skoðuðu sýninguna um Húsmæðraskólann Ósk.

read more
Píanóhátíð Vestfjarða

Píanóhátíð Vestfjarða

Píanóhátíð Vestfjarða Það var mikið um dýrðir á fyrstu Píanóhátíð Vestfjarða, þegar þrír öndvegis píanóleikarar létu gamminn geisa. Andrew Yang hefur borið hitann og þungann af skipulagningu þessa verkefnis, en í covid átti hann í basli með að fá vinnu eins og fleiri...

read more
Skólasetning fer fram mánudaginn 29. ágúst kl. 18

Skólasetning fer fram mánudaginn 29. ágúst kl. 18

Kæru nemendur og forráðamenn. Skólasetning Tónlistarskóla Ísafjarðar fer fram mánudaginn 29. ágúst kl. 18 í Hömrum. Kennsla hefst daginn eftir, þriðjudaginn 30. ágúst. Kennarar munu hafa samband dagana á undan til að raða í stundatöflur. Við hlökkum til...

read more
Albert Eiríksson

Albert Eiríksson

Þegar Albert byrjaði sem aðstoðarskólastjóri í Tónlistarskólanum var hans fyrsta verk að skipuleggja kaffimeðlæti á kennarafundum, sem fara fram vikulega. Í skólann kom vöfflujárn og eldavél og allt í einu var daglegt brauð að finna bökunarlykt á ganginum í skólanum....

read more
Bergþór Pálsson skólastjóri

Bergþór Pálsson skólastjóri

Bergþór Pálsson skólastjóri hefur búið í tíu ár samtals í útlöndum. Í Frakklandi var hann skiptinemi, í Bandaríkjunum stundaði hann tónlistarnám, í Englandi leiklistarnám og í Þýskalandi starfaði hann sem óperusöngvari. En honum líður best á Ísafirði, enda elskar hann...

read more
Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2022

Tónlistarhátíðin Við Djúpið 2022

Tónlistarhátíðin Við Djúpið var endurvakin í ár og er það einstakt gleðiefni. Hún hafði lagst af árið 2014, en hafði þá verið haldin árlega síðan 2003 þegar hún var stofnuð af Guðrúnu Birgisdóttur flautuleikara og Pétri Jónassyni gítarleikara. Námskeið voru haldin að...

read more
Endurmenntunarferð til Búdapest og Szeged

Endurmenntunarferð til Búdapest og Szeged

  Eftir að skólaárinu lauk brugðu kennarar Tónlistarskólans sér til Ungverjalands á þrjú námskeið. Það er hverjum starfsmanni mikilvægt að kynna sér aðferðir og nýja strauma í sínu fagi og víkka þannig sjóndeildarhringinn. Í því er fólgin endurnýjun á hug og sál...

read more
Skólaslit Tónlistarskólans

Skólaslit Tónlistarskólans

Tónlistarskóla Ísafjarðar var slitið í Ísafjarðarkirkju í dag. Bergþór Pálsson skólastjóri fór yfir skólastarfið í vetur, þakkaði nemendum, kennurum, forráðamönnum og velunnurum skólans. Nemendur fengu viðurkenningar fyrir góðan árangur og tónlist ómaði um alla...

read more
Hin árlega hópmynd

Hin árlega hópmynd

Sú skemmtilega hefð er hjá okkur í tónlistarskólanum að taka hópmynd af starfsfólkinu þegar líður að lokum skólaársins. Um leið og við þökkum fyrir veturinn, óskum við ykkur alls hins besta í sumar og minnum á að opið er fyrir umsóknir í skólann næsta vetur, sjá HÉR....

read more
Raftónlist í tónlistarskólanum

Raftónlist í tónlistarskólanum

Raftónlist í Tónlistarskóla Ísafjarðar Það er kallað raftónlist að búa til tónlist í tölvum. Í skólanum er hægt að læra raftónlist hjá Andra Pétri Þrastarsyni, að nota tölvuna sem hljóðfæri í tónlistarsköpun, ekki bara að semja, heldur taka upp, útsetja, blanda...

read more
Strimlagardínurnar í Hömrum fá upplyftingu

Strimlagardínurnar í Hömrum fá upplyftingu

Velgjörðarfólk Tónlistarskóla Ísafjarðar er víða og alltof sjaldan nefnt. Sigrún Viggósdóttir og Páll Loftsson eru alltaf boðin og búin að rétta út hjálparhönd, eru einstaklega útsjónarsöm og ráðagóð, en dettur ekki í hug að þiggja neitt í staðinn nema ánægjuna. Svona...

read more
Bríet Vagna – kveðjutónleikar í Hömrum

Bríet Vagna – kveðjutónleikar í Hömrum

Bríet Vagna Birgisdóttir, söngkona og gítarleikari, heldur kveðjutónleika fimmtudaginn 19. maí kl. 20:00 í Hömrum, sal tónlistarskólans á Ísafirði. Þar syngur hún og spilar ásamt hljómsveit og munu þau flytja ýmis lög allt frá jazzi til rokks. Öllum er aðgangur...

read more
Skólaslitin verða á föstudaginn kl 18

Skólaslitin verða á föstudaginn kl 18

Tónlistarskóla Ísafjarðar verður slitið föstudaginn 20. maí kl 18 í Ísafjarðarkirkju. Nemendur, kennarar, forráðamenn og velunnarar skólans velkomnir. Opið er fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár á heimasíðu skólans: UMSÓKNIR  

read more
Getum bætt við nemendum í söngdeildina

Getum bætt við nemendum í söngdeildina

Langar þig að taka þátt í kórstarfi, árshátíðarsöngatriðinu, Sólrisuleikritinu og vantar undistöðu í söng? Höfum nú fleiri pláss laus í einsöng næsta vetur. Það er líf og fjör í söngdeildinni. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Sigrún Pálmadóttir eru hugmyndaríkir...

read more
Vortónleikar kvennakórsins

Vortónleikar kvennakórsins

Vortónleikar Kvennakórs Ísafjarðar verða í Hömrum sunnudaginn 15. maí kl 16. Flutt verða lög eftir vestkfirska söng- og lagahöfunda. Aðgangseyrir kr. 2000

read more
Vortónleikaröðin hófst með vorþyt lúðrasveitanna

Vortónleikaröðin hófst með vorþyt lúðrasveitanna

Vortónleikaröð tónlistarskólans hófst með hressilegum tónleikum lúðrasveita skólans, Skólalúðrasveit Tí og Lúðrasveit TÍ undir öruggri stjórn Madis Mäekalle. Hann hefur útsett flest lögin sjálfur og er vakinn og sofinn yfir sveitunum eins og gestir í Hömrum fengu að...

read more
Vorþytur – lúðrasveitatónleikar í Hömrum

Vorþytur – lúðrasveitatónleikar í Hömrum

Vorþytur, tónleikar lúðrasveitanna eru fyrstu vortónleikarnir á þessu ári, það hefur ekkert breyst. Verðið breytist ekki heldur, það hefur kostað 1,000 kr. inn frá upphafi.  Í Hömrum, miðvikudaginn 4. maí kl. 20. Boðið verður upp á skúffuköku að góðum og gömlum...

read more
Hátíðastemning og fagnaðarfundir í Hömrum

Hátíðastemning og fagnaðarfundir í Hömrum

Það var sannkölluð hátíðastemning og fagnaðarfundir í Hömrum í dag, þegar bræðurnir Maksymilian Haraldur víólu- og fiðluleikari, Mikolaj Ólafur píanóleikari og Nikodem Júlíus Frach fiðluleikari héldu tónleika ásamt kennara Nikodems, Piotr Tarcholik, en hann er...

read more
Hátíðartónleikar í Hömrum á sunnudag – ókeypis aðgangur

Hátíðartónleikar í Hömrum á sunnudag – ókeypis aðgangur

Ísfirsku bræðurnir Maksymilian Haraldur, Mikolaj Ólafur og Nikodem Júlíus Frach eru komnir eins og aðrir vorboðar. Margir munu hafa hug á að hlusta á þessa eftirlætisnemendur í Tónlistarskólanum um árabil, en þeir stunda nú nám í Póllandi. Þeir halda hátíðartónleika í...

read more
Samsöngskemmtun í Hömrum á miðvikudaginn kl 17

Samsöngskemmtun í Hömrum á miðvikudaginn kl 17

Samsöngurinn fyrir páska heppnaðist svo vel að við ætlum að endurtaka leikinn á miðvikudaginn kl. 17. Öllum er boðið að koma og syngja saman í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar í fjöldasöng miðvikudaginn 27. apríl kl. 17. Textum verður varpað upp. Boðið verður upp...

read more
Herdís Anna – söngvari ársins – tónleikar í Hömrum

Herdís Anna – söngvari ársins – tónleikar í Hömrum

Söngvari ársins Herdís Anna Jónasdóttir mætir á Ísafjörð ásamt félögum sínum Grími Helgasyni og Semion Skigin. Tríóið flytur verk fyrir sópran, klarinett og píanó eftir J. S. Bach, Schubert og Louis Spohr. 6. apríl 2022 kl. 20:00 í Hömrum Miðaverð kr. 3000, en kr....

read more
Peter og Aladár

Peter og Aladár

Peter Máté og Aladár Rácz léku á tveggja flygla tónleikum Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömrum í dag og fóru algerlega á kostum. Áheyrendur fuku annað slagið aftur á bak í sætunum, svo mikill var krafturinn og fingrafimin. Einfaldlega stórkostleg upplifun. Í sambandi...

read more
Húsmæðraskólinn Ósk – myndir frá opnun sögusýningar

Húsmæðraskólinn Ósk – myndir frá opnun sögusýningar

Fjölmargar fyrrum námsmeyjar úr Húsmæðraskólanum Ósk komu á opnun sögusýningar um starfsemi skólans. Tekið er á móti útskriftarhópum úr húsmæðraskólanum og öðrum sem vilja skoða. Efsta mynd, f.v. Linda R. Kristjónsdóttir, Erla Aðalsteinsdóttir, Auður Yngvadóttir,...

read more
Nótan 2022 í Stykkishólmi

Nótan 2022 í Stykkishólmi

Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, fór fram í Stykkishólmskirkju 19. mars. Þátttakendur komu hvaðanæva af vesturhluta landsins, allt frá Akranesi til Ísafjarðar. Á hátíðinni var einstaklega gott andrúmsloft  enda langþráð að hittast eftir tveggja ára hlé. Hátíðin...

read more
Nótan 2022 – beint streymi á laugardaginn

Nótan 2022 – beint streymi á laugardaginn

Nokkrir nemendur úr Tónlistarskóla Ísafjarðar taka þátt í Nótunni, uppskeruhátíð tónlistarskólanna á Íslandi á laugardaginn. Að þessu sinni fer Nótan fram í Stykkishólmskirkju og hægt verður að fylgjast með beinu streymi HÉR Útsendingin hefst kl....

read more
Samsöngskemmtun í Hömrum á fimmtudaginn kl 18

Samsöngskemmtun í Hömrum á fimmtudaginn kl 18

Það er kominn tími til að Ísfirðingar syngi í sig vorið. Hugurinn ber okkur hálfa leið. Öllum er boðið að koma og syngja saman í Hamra, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar í fjöldasöng fimmtudaginn 24. mars kl. 18. Textum verður varpað upp. Aðgangur ókeypis og allir...

read more
Fjögurra handa ferðalag – píanótónleikar 27. mars í Hömrum

Fjögurra handa ferðalag – píanótónleikar 27. mars í Hömrum

Með gleði í hjarta kynnir Tónlistarfélagið til leiks tvo frábæra píanóleikara þá Aladár Rácz og Péter Máté. Báðir eru þeir af ungversku bergi brotnir en fæddir í sitthvoru landinu og kynntust fyrst sem þátttakendur í píanókeppni í Belgrad, árið 1983. Báðir hafa þeir...

read more