Fréttir og tilkynningar
Jólasöngtextar
Það á að gefa börnum brauð Það á að gefa börnum brauð að bíta í á jólunum, kertaljós og klæðin rauð svo komist þau úr bólunum, væna flís af feitum sauð sem fjalla gekk á hólunum. Nú er hún gamla Grýla dauð og gafst hún upp á rólunum. Þjóðlag/þjóðvísa Álfadans...
Sjónvarpið í heimsókn
Allt á fullu í tónlistarskólanum við undirbúning jólatónleikanna sem byrja 8. desember. Ágúst Ólafsson fréttamaður Rúv kom við í skólanum og fylgdist með syngjandi kórstúlkum skreyta jólatréð, nemendum spila sexhent á píanó og skólastjóranum baka rúsínukökur. Aðventan...
Sóli Hólm og Halldór Smára í Hömrum 11. des
Sóli Hólm og Halldór Smárason verða í Hömrum 11. des. kl 20.30. Sóli Hólm og Halldór Smárason verða í Hömrum 11. desember kl 20.30. Miðasala á Tix.is Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm hefur síðustu ár lagt sitt af mörkum til að létta lund landsmanna með...
Kómedíuleikhúsið í heimsókn
Kómedíuleikhúsið í heimsókn Hjónin Elfar Logi og Marsibil Kristjánsdóttir með Kómedíuleikhúsið sitt, eru alltaf einstakir aufúsugestir hér í húsi. Að þessu sinni fengum við að sjá sýninguna Tindátarnir. Þetta er „skuggabrúðuleiksýning“ sem hefur vakið Íslendinga víða...
Tónlist er fyrir alla!
Tónlist er fyrir alla! Gleðisprengjan og eldhuginn Sigrún Sævarsdóttir-Griffiths sló í gegn hjá okkur með lagasmiðjum hjá Starfsendurhæfingu, nemendum okkar og kennurum. Það var stórkostlegt að fylgjast með því hvernig tónlistin varð til upp úr engu. Á þremur dögum...
Jólalegur samsöngur 1. desember kl. 18 í Hömrum
Áfram heldur samsöngur í Hömrum þar sem öllum er heimill aðgangur til að syngja saman og kæta geð! 1. desember kl. 18 í upphafi jólaföstu, leiða kennararnir Rúna Esradóttir og Judy Tobin sönginn með dyggri aðstoð nemenda. Ókeypis aðgangur.
Hádegistónleikar Olivers 6. desember – ókeypis aðgangur
Hádegistónleikar Olivers Rähni 6. desember - ókeypis aðgangur Næsti stórviðburður í Tónlistarskólanum er að Oliver Rähni, hinni ungi og leikni píanókennari, leikur á Hádegistónleikum Tónlistarskólans með frábærri efnisskrá í Hömrum þriðjudaginn 6.desember klukkan...
Skólalúðrasveitamót í Hörpu
Skólalúðrahljómsveit Tónlistarskólans kom, sá og sigraði á skólalúðrasveitamóti í Hörpu um helgina, eina sveitin frá landsbyggðinni. Sveitin var skipuð hljóðfæraleikurum á öllum aldri og tæpir sex áratugir á milli yngsta og elsta hljóðfæraleikarans. Fyrrverandi...
Vinnusmiðja með Sigrúnu Sævarsdóttur
Sigrún Sævarsdóttir Griffiths er fagstjóri við Guildhall School of Music and Drama í London og verður hjá okkur í TÍ næstu þrjá daga í samvinnu við Starfsendurhæfingu Vestfjarða, þar sem hún ætlar að stofna hljómsveit og efna til lagasmiðju með skjólstæðingum...
SpeedAdmin nemendabókhaldskerfi
Tónlistarskóli Ísafjarðar hefur tekið í notkun nýtt nemendabókhaldskerfi sem kallast SpeedAdmin. Það gætu orðið einhverjir hnökrar hér og þar en vonandi ekkert alvarlegt. Einnig fylgir þessu kerfi app sem hægt er að sækja í símana og þar inni er hægt að sjá stundaskrá...
Lilja Dögg í heimsókn
Í heimsókn Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á Vestfirði, valdi hún meðal annars að líta inn til okkar í Tónlistarskólann. Lilja fékk leiðsögn um skólann, skoðaði húsmæðraskólasýninguna og hlýddi á kennslu. Einnig tók hún lagið ásamt sínu fríða...
Tónlist á Eyri og Hlíf
Um árabil hefur verið fari á Hlíf og Eyri með tónlistaratriði frá Tónlistarskólunum í bænum. Þetta lagðist að nokkru leyti niður í covid, því miður. Nú hefur heldur betur birt til í mannheimum og um daginn var staðið fyrir söngstund, einkar ánægjulegt og hressilega...
Húsfyllir hjá ísfirsku Frach bræðrunum
Húsfyllir hjá ísfirsku Frach bræðrunum Ísfirsku Frach bræðurnir, Maksymilian, víóluleikari, Mikolaj píanóleikari og Nikodem fiðluleikari komu færandi hendi á heimaslóðirnar í annað skipti á þessu ári ásamt móður sinni, Iwonu Frach og píanókennara Mikolajs, prófessor...
Sóli Hólm tók Ísafjörð með trompi
Það er hollt að hlæja. Sóli Hólm sló í gegn í Hömrum í gærkvöldi með lygilegum eftirhermum, nákvæmum tímasetningum og græskulausu, sprenghlægilegu gríni. Ætlaði allt vitlaust að verða þegar hann persónugerði Helga Björns og marga fleiri. Sóli er að byrja að vinna að...
Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach – tónleikar í Hömrum – ókeypis aðgangur
Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach - tónleikar í Hömrum - ókeypis aðgangur Þetta verða kammertónleikar og á dagskrá fallegustu verk eftir Chopin, Schubert og Tchaikovsky. Tónleikar verða haldnir í Hömrum þriðjudaginn 1.nóvember 2022 kl 20:00 Flytjendur verða...
Tónskáldamynd frá Gulla Jónasar
Gunnlaugur Jónasson hinn eini og sanni velgjörðamaður Tónlistarskólans og mannvinur, Gulli Jónasar bóksali, kom léttstígur færandi hendi og gaf skólanum fallega innrammaða mynd af þekktum tónskáldum. Myndin var gjöf foreldra Láru Steindórs Gísladóttur, eiginkonu...
Opið hús í Tónlistarskólanum – myndir
Það ríkti glaðværð á Opnu húsi í Tónlistarskólanum 1. vetrardag. Nemendur, forráðamenn, gestir og gangandi komu fylktu liði í blíðviðrinu. Að venju var hægt að fylgjast með kennslu í stofum. Boðið var upp á brauðtertur Gunnu Siggu í Hömrum, en GSM er nýkrýndur...
Opið hús í tónlistarskólanum á laugardaginn
Kl. 14:00-14:45 nk. laugardag 22. okt. hefst hið árlega opna hús í Tónlistarskólanum. Gestum og gangandi gefst tækifæri til að ganga um stofur og fylgjast með kennslu. Kl. 15:00 verða brauðtertur í Hömrum frá sjálfum Íslandsmeistaranum í brauðtertugerð, Gunnu Siggu....
Sóli Hólm í Hömrum 27. okt
Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm verður með ógleymanlega skemmtun í Hömrum fimmtudaginn 27. október kl 20.30. Í sýningunni sem hefur hlotið stórkostlegar viðtökur gerir Sóli meðal annars upp lífið sem sviðslistamaður í heimsfaraldri meðan hann bregður sér um...
Iwona Frach
Iwona Frach Iwona er Krakáingur í húð og hár. Í Kraká fæddist hún, gekk menntaveginn þar, og reyndar víðar - en í Kraká slær alltaf hjarta hennar. Svipað og önnur börn sem læra tónlist í Póllandi hóf hún nám 6 ára gömul og lauk því með MA gráðu frá...
Janusz Frach
Janusz Frach Segja má að Janusz sé fiðluleikari alveg frá blautu barnsbeini í Póllandi. Hann dansaði á rúminu við tónlist í útvarpinu aðeins fjögurra ára gamall og þá spurði mamma hans hvaða hljóðfæri hann mundi vilja spila á. Svarið man hann enn þann dag í dag -...
Ragnar H. Ragnar
Ragnar H. Ragnar Í dag, 28. september, er fæðingardagur Ragnars H. Ragnar, fyrsta skólastjóra Tónlistarskóla Ísafjarðar. Ragnar tók upp eftirnafnið Ragnar í Bandaríkjunum, þar sem honum þótti óþægilegt að vera kallaður mr, Hjálmarsson, því að við notum skírnarnöfn á...
Gunnar Kvaran og Jane Ade Sutarjo í Hömrum 8. október
Fyrstu áskriftartónleikar Tónlistarfélagsins á þessu starfsári verða í Hömrum, sal Tónlistarskólans, laugardaginn 8. október kl. 16. Nú er virkilega ástæða til að fá sér áskrift, en þar koma fram Gunnar Kvaran sellóleikari og Jane Ade Sutarjo píanóleikari. Þau flytja...
Tónlist er fyrir alla – ráðstefna í Hörpu
Kennarar Tónlistarskólans brugðu sér á ráðstefnu 450 tónlistarkennara í Hörpu í síðustu viku. Slíkar samkomur eru mjög gagnlegar til að fá ferskar hugmyndir og sjá hvað aðrir eru að gera, efla tengslanet og uppgötva ný tækifæri í tónlistarkennslu. Eins og yfirskriftin...
Berta Dröfn og Svanur með tónleika í Hömrum
Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran og Svanur Vilbergsson gítarleikari flytja efnisskrá byggða á þjóðlögum frá Íslandi, Frakklandi, Spáni og Búlgaríu, í Hömrum tónleikasal Tónlistarskóla Ísafjarðar föstudaginn 23. september. Um listafólkið: Berta Dröfn Ómarsdóttir sópran...
ORGELKRAKKAHÁTÍÐ í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september
ORGELKRAKKAHÁTÍÐ verður haldin í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september DAGSKRÁ 15. september Kl. 15:30: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili. Orgelspunasmiðja í kirkju. Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok...
Mikolaj Ólafur Frach sló í gegn í Hörpu
Það lá við að Ísfirðingabekkurinn í Eldborg spryngi í loft upp af stolti þegar Mikolaj Ólafur Frach sló í gegn með 1. píanókonsert Chopin, 3. kafla. Bravissimo kæri Mikolaj! Mikolaj hefur allt til að bera sem einkennir sannan listamann, elju, alúð, funheita...
Tónlistarskólinn settur
„Það var svo heitt úti og svo var troðfullt út úr dyrum, þannig að þetta var eiginlega eins og skólaslit,“ sagði Janusz eftir skólasetninguna. Tónlistarskólinn var settur í 74. sinn í dag. Bergþór Pálsson skólastjóri sagði frá starfinu framundan og kynnti tvo nýja...