Janusz Frach

4. október 2022 | Fréttir

Janusz Frach

Janusz Frach

Janusz Frach

Segja má að Janusz sé fiðluleikari alveg frá blautu barnsbeini í Póllandi. Hann dansaði á rúminu við tónlist í útvarpinu aðeins fjögurra ára gamall og þá spurði mamma hans hvaða hljóðfæri hann mundi vilja spila á. Svarið man hann enn þann dag í dag – fiðla! Svona byrjaði þetta, svo lá leiðin í tónlistarleikskóla, tónlistarskóla og tónlistarakademíuna. Næst tók við atvinnutónlistarbraut þar sem Janusz spilaði í nánast öllum helstu hljómsveitum í Kraká m.a. Fílharmóníusveitinni, Óperunni, eða kammersveitinni Capella Cracoviensis.

Fyrir utan gleðina sem fylgdi því að spila í þessum hljómsveitum fylgdi því mikilvægur kostur – ferðalög. Á þessu tímabili heimsótti Janusz flestar helstu borgir í Evrópu, og endaði á því að setjast að í einni þeirra, – á Ísafirði. Hér deilir hann reynslunni með nemendum sínum og ef við horfum á árangur þeirra, þá má segja að það takist honum prýðilega! Við erum ótrúlega heppin hér á Ísafirði að hafa fengið þau hjónin, Iwonu og Janusz, til liðs við okkur.

Eftir margra klukkutíma fiðluæfingar á dag í bernsku, ver Janusz nú tíma sínum að mestu í Tónlistarskólanum og í íþróttir. Hann hugsar vel um heilsuna, enda sést hann gjarnan á gönguskíðabrautum, í sundlaug Ísafjarðar eða hjólandi hjá Bónus, sína uppáhaldsleið til Súðavíkur. Það er aldrei að vita hvað honum dettur í hug að takast á við næst.

Iwona og Janusz Frach

.

Janusz og Iwona með pólskt kaffimeðlæti á kennarafundi í tónlistarskólanum, nánar HÉR.

.

 

Janusz Frach