Getum bætt við nemendum í söngdeildina

11. maí 2022 | Fréttir

Langar þig að taka þátt í kórstarfi, árshátíðarsöngatriðinu, Sólrisuleikritinu og vantar undistöðu í söng?

Höfum nú fleiri pláss laus í einsöng næsta vetur. Það er líf og fjör í söngdeildinni. Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Sigrún Pálmadóttir eru hugmyndaríkir og framsæknir kennarar. Nú er lag fyrir þau sem hafa hug á að taka þátt í söngleikjum, hljómsveitum, kórum, gleðja fjölskyldumeðlimi með fegurri sturtusöng og svo eru einhver sem eiga þá ósk heitasta að verða frægir óperusöngvarar. Þetta er gullið tækifæri!

Endilega sækið um á tonis.is áður en allt fyllist.

Sigrún Pálmadóttir og Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is