Raftónlist í tónlistarskólanum

18. maí 2022 | Fréttir, Hamrar

Raftónlist í Tónlistarskóla Ísafjarðar

Það er kallað raftónlist að búa til tónlist í tölvum. Í skólanum er hægt að læra raftónlist hjá Andra Pétri Þrastarsyni, að nota tölvuna sem hljóðfæri í tónlistarsköpun, ekki bara að semja, heldur taka upp, útsetja, blanda o.s.frv.

Við hvetjum alla sem vita um unglinga sem eru líklegir til að vera áhugasamir um þessa gerð tónlistar að kynna þeim þennan möguleika.

Allt stafrófið af tónlistarstefnum á erindi í raftónlist – þetta má t.d. rappa:

Almáttugt afro, áhrifarík áramótalög,
brakandi blús, krassandi kántrí,
dúndrandi diskó, eggjandi electró,
fjörugt flamengó, grípandi grunge,
hoppandi hiphop, ilhýrt indí,
íkonískt íslenskt rapp, djarfur jazz,
krefjandi kvikmyndatónlist,
lipurt lofi, morðóður metall,
níðþungt noise, organdi orgeltónlist,
ódauðlega ópera, persónulegt pönk,
rækju reggí, seiðandi skallapopp,
tætandi teckno, undraverð unglingamúsík,
virðuleg vagg og velta, extra experimental,
yndisleg yfirstéttartónlist,
ýtarleg ýtutónlist, þokkafull þjóðlagatónlist,
æsandi ævintýrahljóð og örmagna öldurhúsatónlist

Umsóknir eru á tonis.is