Fréttir og tilkynningar
Mikolaj og Nikodem – hádegistónleikar 13. sept.
Mikolaj og Nikodem – hádegistónleikar 13. sept. í Hömrum Fyrstu hádegistónleikarnir á afmælisári Tónlistarskólans eru með bræðrunum Mikolaj og Nikodem Frach, sem margir Ísfirðingar hafa fylgst með frá því þeir voru litlir snúllar í tónlistarnámi. Mikolaj kennir við...
Sif Margrét Tulinius og Edda Erlendsdóttir – tónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömrum 22. sept.
FRESTAÐ VEGNA VEIKINDA. Sif Margrét Tulinius og Edda Erlendsdóttir – tónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar í Hömrum 22. september kl. 20. Frönsk rómantík og impressionismi – stefnumót franskra kventónskálda við Ravel og Debussy Þessi efnisskrá með franskri tónlist frá...
Kynning fyrir foreldra byrjenda á miðvikudaginn kl 17.30
Kynning fyrir foreldra byrjenda í Hömrum á miðvikudag kl 17.30 Stutt kynning verður miðvikudaginn 30. ágúst kl 17.30 í Hömrum. Farið verður yfir mikilvægi heimanáms og stuðnings heima fyrir, fyrirkomulag tónleika, samskipti við kennara/skóla, spjallað um heimasíðu...
Fræbblarnir, tónleikar á Vagninum 2. sept. kl 22
Fræbblarnir, tónleikar á Vagninum 2. september kl 22 Fræbblarnir verða með tónleika/ball á Vagninum, Flateyri laugardaginn 2. september kl 22. Þessi viðburður er hluti af afmælisdagskrá Tónlistarfélagins. Frekar óvenjulegt, en ótrúlegt en satt, fyrsta skipti sem þeir...
Skólasetning Tónlistarskólans 2023
Skólasetning Tónlistarskólans Fjölmenni var í dag á skólasetningu Tónlistarskóla Ísafjarðar. Bergþór Pálsson skólastjóri minntist Sigríðar Ragnarsdóttur fyrrverandi skólastjóra sem lést í gær. Einnig fór hann yfir það helsta sem er framundan í vetur, má þar...
Tónlistarskóli Ísafjarðar verður settur í Hömrum kl 18 í dag
Tónlistarskóli Ísafjarðar verður settur í Hömrum kl 18 í dag. Aron Ottó Jóhannsson og Bea Joó flytja Nótt eftir Árna Thorsteinson í minningu Sigríðar Ragnarsdóttur, fyrrverandi skólastjóra. Mikolaj Ólafur Frach, nýr kennari við skólann, flytur Ballöðu nr. 1 í g-moll...
Listviðburður í Hömrum 2. sept. kl 16, söngur – fiðla og píanó
Listviðburður í Hömrum 2. sept. kl 16 - söngur, fiðla og píanó Ísfirðingarnir Kolbeinn Jón Ketilsson, Dagbjört Ósk Jóhannsdóttir, Hjörleifur Valsson ásamt hinum norska píanóleikara Thormod Rønning Kvam halda tónleika í Hömrum laugardaginn 2. september kl 16 (ATH...
Mikolaj Frach
Mikolaj Frach Það er mikill fengur fyrir Tónlistarskóla Ísafjarðar að fá Mikolaj Ólaf Frach til liðs við okkur. Hann er mörgum að góðu kunnur, enda er hann borinn og barnfæddur Ísfirðingur. Foreldrar hans eru Janusz, fiðluleikari og Iwona Frach, píanóleikari, sem bæði...
Skólaslit Tónlistarskólans 2023
Skólaslit Tónlistarskólans 2023 Tónlistarskóla Ísafjarðar var slitið við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju í dag, 31. maí. Bergþór Pálsson þakkaði nemendum, kennurum, forráðamönnum og velunnurum skólans og minntist m.a. á för Ísófóníu í Hörpu í mars sl.: „Við getum...
Skólaslit Tónlistarskóla Ísafjarðar 31. maí 2023 kl. 18 í Ísafjarðarkirkju – Dagskrá
Madis Mäekalle, trompet: Fanfare eftir Marc-Antoine Charpentier Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir, píanó: Fountains in the Rain eftir William Gillock Ávarp skólastjóra Rebekka Skarphéðinsdóttir, píanó: Sónata í d moll eftir Domenico Scarlatti 75 ára afmælisár kynnt...
Skoðanakönnun
Skoðanakönnun Fyrir nokkrum vikum sendum við út könnun til forráðamanna og þökkum fyrir góð svör. Tilgangurinn var að finna út hvað fólk væri ánægt með og hvað við gætum gert betur. Þegar á heildina er litið, var yfirgnæfandi meirihluti svarenda ánægður með skólann,...
Vortónleikar 2023
Vortónleikum 2023 er lokið, við þökkum öllum sem tóku þátt, kennurum og gestum. Í viðburðadagatali skólans má sjá það sem er framundan, bæði í sumar og í haust. Skólaslit verða 31. maí kl. 18:00 í Ísafjarðarkirkju. Þar verða vitnisburðarblöð afhent. Við setjum eitt og...
Velunnarakaffi
Velunnarakaffi Velunnarar Tónlistarskólans leynast víða. Hún Barbara Szafran er flink og vandvirk hannyrðakona hér í bæ og hún hefur í vetur setið við og heklað íðilfagra dúka til að prýða húsnæði skólans. Eiginmaður Barböru, Jerzy Szafran er sannkallaður völundur....
Heimilistónar í haust
Heimilistónar í haust Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskólans ætlum við að blása til Heimilistóna eins og gert hefur verið áður á afmælum skólans og margir þekkja. Heimilistónarnir verða laugardaginn 25. nóvember. Fyrirkomulagið er þannig að nemendur skólans undir...
Kveðjutónleikar Rósbjargar Eddu
Kveðjutónleikar Rósbjargar Eddu Rósbjörg Edda Sigurðardóttir heldur kveðjutónleika í Hömrum í kvöld kl 20, 10. maí 2023. Hún hóf söngnám 13 ára gömul, fyrst hjá Bjarneyju Ingibjörgu en síðustu ár hefur hún notið handleiðslu Sigrúnar Pálmadóttur. Rósbjörg ætlar að...
Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Básum á Ísafirði
Gjöf frá Kiwanisklúbbnum Básum á Ísafirði Það er gott að eiga góða að. Kiwanisklúbburinn Básar hér á Ísafirði ákvað að veita okkur styrk til að kaupa gott rafmagnspíanó á Suðureyri. Það kom sér aldeilis vel. Við höfum haft aðstöðu í Grunnskólanum á Suðureyri, en eins...
Samsöngur í Hömrum 3. maí
Víkivaki (Sunnan yfir sæinn) Sunnan yfir sæinn breiða sumarylinn vindar leiða. Draumalandið himinheiða hlær - og opnar skautið sitt. Vorið kemur, heimur hlýnar, hjartað mitt ! Gakk þú út í græna lundinn, gáðu fram á bláu sundin. Mundu, að það er stutt hver stundin,...
Myndaveggur í skólanum
Myndaveggur í Tónlistarskólanum Í Tónlistarskólanum er þessi myndaveggur með nokkrum fyrrverandi nemendum skólans sem eru í kringum þrítugt og starfa í dag við tónlist. Til að forðast misskilning er hér engan veginn tæmandi upptalning, aðeins sýnishorn og gert til að...
Vorþytur 3. maí kl 18 í Hömrum
Vorþytur 3. maí kl 18 í Hömrum Árlegur Vorþytur, tónleikar lúðraveitanna, fer fram í Hömrum miðvikudaginn 3. maí kl. 18 í kjölfarið á opnun sögusýningar í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskólans sem byrjar kl 17 í Hömrum. Vorþytur hefur verið á hverju voru frá árinu...
Upptaktur í Hörpu 2023
Upptaktur í Hörpu Það var stórkostleg stund í Hörpu í gær, 18. apríl, þegar systurnar Iðunn og Urður Óliversdætur fengu flutt lög sem þær sendu inn í Upptakt á Barnamenningarhátíð. Þar er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíðar og vinna markvisst úr...
Sögusýning opnuð 3. maí
Sögusýning opnuð 3. maí Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskóla Ísafjarðar verður opnuð sögusýning um blómlega starfsemi skólans. Sýningin verður opnuð miðvikudaginn 3. maí. Við ætlum að byrja á að syngja nokkur vor/sumarlög í Hömrum kl. 17. Samæfingarkakan,...
Rebekka Skarphéðinsdóttir, framhaldsprófstónleikar í Hömrum 1. apríl 2023
Rebekka Skarphéðinsdóttir. Framhaldsprófstónleikar í Hömrum 1. apríl 2023 Rebekka hóf nám við Tónlistarskóla Ísafjarðar haustið 2007, aðeins 5 ára gömul. Hún var þá í forskóla hjá Bjarneyju Ingibjörgu í tvo vetur. Hún hóf píanónám árið 2009 hjá Beötu Joó og hefur alla...
Gímaldinn – tónleikar í Hömrum
Gímaldinn - tónleikar í Hömrum GÍMALDINN-tónleikar í Hömrum fimmtudagskvöldið 30. mars kl.20:30. Gímaldinn mun leika þrjár hreyfingar úr sex (og enn stækkandi) hreyfinga raðverkinu Kinly Related Metal Reggaes. Um er að ræða bráðnýja brass útsetningu en yfirleitt eru...
Ísófónían sló í gegn á Nótunni
Ísófónían sló í gegn á Nótunni Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, var haldin í Hörpu 18. og 19. mars. Tónlistarskólinn mætti með fjölmennasta atriðið, Ísófóníu, og flutti Funky Town af miklum krafti svo undir tók í Hörpu. Sem fyrr hefur stjórnandinn, Madis...
Samæfingatertan
Samæfingatertan Ein frægasta kakan í hugum margra sem tengjast Tónlistarskólanum, er svokölluð samæfingaterta, en það var döðluterta sem skólastjórafrúin, Sigríður J. Ragnar, bakaði. Lengi vel voru nemendur og kennarar boðaðir heim til skólastjórahjónanna á sunnudögum...
Hornið hans Samma rakara og lúðrasveitarjakkinn
Lúðrasveitajakki og horn Samma rakara Guðríður Sigurðardóttir, ekkja Samma rakara, og Sigurður sonur þeirra komu færandi hendi í Tónlistarskólann. Til minningar um Samma færðu þau skólanum horn og lúðrasveitajakkann hans. Sammi hafði nýlega fest kaup á hljóðfærinu....
Urður og Iðunn í Upptakti
Urður og Iðunn í Upptakti Tveir nemendur Tónlistarskólans, systurnar Urður og Iðunn Óliversdóttir unnu hvor um sig til verðlauna með tónsmíðum sínum í Upptakti, tónsköpunaverðlaunum barna og ungmenna. Þær munu því fara í tónlistarsmiðju með nemendum skapandi...
Píanókennari óskast
Tónlistarskóli Ísafjarðar auglýsir til umsóknar stöðu píanókennara. Um er að ræða 100% starfshlutfall og æskilegt að viðkomandi geti hafið störf 15. ágúst 2023. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl 2023. Allar nánari upplýsingar um starfið veitir Bergþór Pálsson...