Vinnusmiðja með Sigrúnu Sævarsdóttur

20. nóvember 2022 | Fréttir

Sigrún Sævarsdóttir Griffiths er fagstjóri við Guildhall School of Music and Drama í London og verður hjá okkur í TÍ næstu þrjá daga í samvinnu við Starfsendurhæfingu Vestfjarða, þar sem hún ætlar að stofna hljómsveit og efna til lagasmiðju með skjólstæðingum starfsendurhæfingarinnar á Ísafirði. Þetta er feikilega merkilegt verkefni og Sigrún er mikill aufúsugestur.

Hún býður nemendum Tónlistarskólans upp á vinnusmiðju kl. 17-19 á morgun, mánudag, í Hömrum til að eiga góða stund. Öll  velkomin.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is