Jólasöngtextar

30. nóvember 2022 | Fréttir

Það á að gefa börnum brauð

Það á að gefa börnum brauð
að bíta í á jólunum,
kertaljós og klæðin rauð
svo komist þau úr bólunum,
væna flís af feitum sauð
sem fjalla gekk á hólunum.
Nú er hún gamla Grýla dauð
og gafst hún upp á rólunum.

Þjóðlag/þjóðvísa

 

Álfadans

Nú er glatt í hverjum hól,
hátt nú allir kveði,
hinstu nótt um heilög jól,
höldum álfagleði.

Fagurt er rökkrið
við rammann vætta söng,
:,: syngjum hátt og dönsum
því nóttin er svo löng. :,:

Kátir ljúflings kveðum lag,
kveðum Draumbót snjalla,
kveðum glaðir Gýgjarslag,
glatt er nú á hjalla.
Fagurt er rökkrið ….

Áfram sérhvert undralag
efli hver, sem getur.
Síðast reynum Rammaslag,
– rökkva látum betur. _
Fagurt er rökkrið ….

Sæmundur Eyjólfsson/Helgi Helgason

 

Á jólunum er gleði og gaman

:/: Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :/:
Þá koma allir krakkar með
í kringum jólatréð.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

:/: Og jólasveinn með sekk á baki
fúm, fúm, fúm :/:
Hann gægist inn um gættina
á góðu krakkana.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

:/: Á jólunum er gleði og gaman
fúm, fúm, fúm :/:
Þá klingja allar klukkur við
og kalla á gleði og frið.
Þá mun ríkja gleði og gaman,
allir hlæja og syngja saman
fúm, fúm, fúm!

Friðrik Guðni/Spænskt þjóðlag)

 

Nú skal segja

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlar telpur gera:
Vagga brúðu, vagga brúðu
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig litlir drengir gera:
Sparka bolta, sparka bolta
-og svo snúa þeir sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungar stúlkur gera:
Þær sig hneigja, þær sig hneigja
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig ungir piltar gera:
Taka ofan, taka ofan
-og svo snúa þeir sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlar konur gera:
Prjóna sokka, prjóna sokka
-og svo snúa þær sér í hring.

Nú skal segja, nú skal segja
hvernig gamlir karlar gera:
Taka í nefið, taka í nefið
-og svo snúa þeir sér í hring.
AAAtsjúú!!!

 

Gekk ég yfir sjó og land

Gekk ég yfir sjó og land
og hitti þar einn gamlan mann,
spurði svo og sagði svo:
Hvar áttu heima?
Ég á heima á Klapplandi, Klapplandi,
Klapplandi.
Ég á heima á Klapplandi,
Klapplandinu góða.

– Stapplandi,

– Grátlandi,

– Hlælandi,

– Íslandi,

 

Jólasveinar einn og átta

Jólasveinar einn og átta,
ofan komu af fjöllunum,
í fyrrakvöld þeir fóru að hátta,
fundu hann Jón á Völlunum.
Andrés stóð þar utan gátta,
það átti að færa hann tröllunum.
Þá var hringt í Hólakirkju
öllum jólabjöllunum.

(Þjóðvísa/F Montrose)

Nú er Gunna á nýju skónum

Nú er Gunna á nýju skónum, nú eru´að koma jól
Siggi er á síðum buxum, Solla´á bláum kjól
Solla´á bláum kjól, Solla´á bláum kjól
Siggi er á síðum buxum, Solla´á bláum kjól

Pabbi enn í ógnarbasli á með flibbann sinn
„Fljótur, Siggi, finndu snöggvast flibbahnappinn minn
Flibbahnappinn minn, flibbahnappinn minn
Fljótur, Siggi, finndu snöggvast flibbahnappinn minn“

Kisu er eitthvað órótt líka, út fer brokkandi
Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi
Er svo lokkandi, er svo lokkandi
Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi

 

Jólin alls staðar

Jólin, jólin alls staðar
með jólagleði og gjafirnar.
Börnin stóreyg standa hjá
og stara jólaljósin á.
Jólaklukka boðskap ber
um bjarta framtíð handa þér
og brátt á himni hækkar sól,
við höldum heilög jól.

Jóhanna G Erlingsson