Kómedíuleikhúsið í heimsókn

24. nóvember 2022 | Fréttir, Hamrar

Kómedíuleikhúsið í heimsókn

Hjónin Elfar Logi og Marsibil Kristjánsdóttir með Kómedíuleikhúsið sitt, eru alltaf einstakir aufúsugestir hér í húsi. Að þessu sinni fengum við að sjá sýninguna Tindátarnir. Þetta er „skuggabrúðuleiksýning“ sem hefur vakið Íslendinga víða um land, bæði börn og fullorðna, til umhugsunar síðastliðna mánuði.

Sýningin byggist á ljóðabók Steins Steinars, en hún fjallar um stríð. Stríðið í Úkraínu braust út nokkru eftir að þau höfðu fengið styrk til að setja sýninguna upp, svo að hún á ekki síst erindi núna.

Elfar segist alltaf vera hálfpartinn með tárin í augunum, af því hvað efnið sé átakanlegt, en það sé gríðarlega mikilvægt að gera svona sýningar fyrir börn, og fá þau til að hugsa.

Hjónin Elfar Logi og Marsibil Kristjánsdóttir með Kómedíuleikhúsið sitt, eru alltaf einstakir aufúsugestir hér í húsi.