Hádegistónleikar Olivers 6. desember – ókeypis aðgangur

23. nóvember 2022 | Fréttir, Hamrar

Hádegistónleikar Olivers Rähni 6. desember – ókeypis aðgangur

Næsti stórviðburður í Tónlistarskólanum er að Oliver Rähni, hinni ungi og leikni píanókennari, leikur á Hádegistónleikum Tónlistarskólans með frábærri efnisskrá í Hömrum þriðjudaginn 6.desember klukkan 12:05-12:25. Upplagt er að nota hádegishléið til að sækja sér andlega næringu í önn dagsins. Öllum er heimill aðgangur. Ókeypis!

Efnisskrá:

F. Mendelssohn –
Ljóð án orða op. 62 nr. 6 “Vorljóð”
Ljóð án orða op. 19 nr. 3 “Veiðiljóð”

R. Schumann –
Aufschwung úr Fantasiestücke op. 12

F. Schubert –
Valse sentimentale í A-dúr
Vals í Ges-dúr “Kupelwieser-Walzer”

F. Chopin –
Pólónesa í cís-moll op. 26 nr. 1

E. Lecuona –
Malagueña úr Suite Andalucía