Það er hollt að hlæja. Sóli Hólm sló í gegn í Hömrum í gærkvöldi með lygilegum eftirhermum, nákvæmum tímasetningum og græskulausu, sprenghlægilegu gríni. Ætlaði allt vitlaust að verða þegar hann persónugerði Helga Björns og marga fleiri.

Sóli er að byrja að vinna að jólasýningu með Halldóri Smárasyni og má nærri geta hvers lags sprenging það verður þegar þeir félagar leggja saman. Reynum að lokka þá vestur með það prógramm.