Sóli Hólm og Halldór Smára í Hömrum 11. des

29. nóvember 2022 | Fréttir, Hamrar

Sóli Hólm og Halldór Smárason verða í Hömrum 11. des. kl 20.30.

Sóli Hólm og Halldór Smárason verða í Hömrum 11. desember kl 20.30. Miðasala á Tix.is

Skemmtikrafturinn og eftirherman Sóli Hólm hefur síðustu ár lagt sitt af mörkum til að létta lund landsmanna með eftirhermum, gríni og söng. Þúsundir hafa sótt uppistandssýningar hans og færri komist að en vilja.

Nú ætlar Sóli að fylla hjörtu landsmanna af birtu og gleði á aðventunni með splunkunýrri jólasýningu: Jóli Hólm!

Sóli er mikill aðventudrengur og því fáir betur til þess fallnir að koma fólki í jólaskap.

Sóli verður ekki einn á sviðinu. Honum til halds og traust verður Ísfirðingurinn og píanósnillingurinn Halldór Smárason en hann hefur verið kallaður undrabarnið frá Ísafirði af málsmetandi mönnum innan tónlistarsenunnar á Íslandi.

Sóli, sem í þessari sýningu kallast Jóli Hólm, verður ásamt Halldóri Smárasyni með jólaskemmtum í Hömrum sunnudaginn 11. desember kl 20.30. Sóli kom hingað fyrr í haust og fyllti húsið og gerði stormandi lukku. Miðasala á Tix.is