Lilja Dögg í heimsókn

12. nóvember 2022 | Fréttir

Í heimsókn Lilju D. Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra á Vestfirði, valdi hún meðal annars að líta inn til okkar í Tónlistarskólann. Lilja fékk leiðsögn um skólann, skoðaði húsmæðraskólasýninguna og hlýddi á kennslu. Einnig tók hún lagið ásamt sínu fríða föruneyti frá ráðuneytinu og Vestfjarðastofu og ræddi við kennara yfir kaffi og meððí.

Lilja er kraftmikil, en jafnframt yfirveguð, ákaflega hvetjandi og bjartsýn fyrir okkar hönd og Vestfjarða almennt.
Við þökkum hjartanlega fyrir þessa glaðlegu heimsókn.

.

 

Söngstund í anda húsmæðraskólastúlkna

Sigurbjörg Danía og Silja Marín sungu við undirleik kennara síns, Sigrúnar Pálmadóttur

Albert, Lilja og Bergþór. Á borðinu fyrir framan þau er sítrónukaka og Brownies.

Andri Pétur, Iwona, Bergþór, Lilja, Sigrún og Albert

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is