Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach – tónleikar í Hömrum – ókeypis aðgangur

28. október 2022 | Fréttir, Hamrar

Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach – tónleikar í Hömrum – ókeypis aðgangur

Þetta verða kammertónleikar og á dagskrá fallegustu verk eftir Chopin, Schubert og Tchaikovsky.
Tónleikar verða haldnir í Hömrum þriðjudaginn 1.nóvember 2022 kl 20:00
Flytjendur verða ísfirsku bræðurnir Mikolaj, Maksymilian og Nikodem Frach. Með þeim kemur einnig fram mamma þeirra Iwona Frach og sérstakur gestur á tónleikunum verður Mariola Cieniawa-Puchala prófessor við Tónlistarakademíuna í Kraká.
Eftir tónleika verður boðið upp á kaffi.
Aðgangur er ókeypis og það eru frjáls framlög í hljóðfærasjóð bræðranna.