Hin árlega hópmynd

18. maí 2022 | Fréttir

Sú skemmtilega hefð er hjá okkur í tónlistarskólanum að taka hópmynd af starfsfólkinu þegar líður að lokum skólaársins.

Um leið og við þökkum fyrir veturinn, óskum við ykkur alls hins besta í sumar og minnum á að opið er fyrir umsóknir í skólann næsta vetur, sjá HÉR.

🌸

Eitt mesta lán Tónlistarskóla Ísafjarðar er að við eigum á að skipa einvala liði kennara, sem sinnir nemendum af umhyggju og alúð og hefur svo verið frá upphafi. Sum hafa kennt í tugi ára, en önnur nýbyrjuð. Aftari röð frá vinstri: Albert, Ágústa, Rachelle, Bea, Janusz, Andri Pétur með Hrafn, Jón Mar, Madis, Rúna, Sara Hrund og Bergþór. Fremri röð frá vinstri: Sigrún, Rebekka, Iwona, Bjarney og Guðrún. Á myndina vantar Jóngunnar. Á borðinu fyrir framan þau er Rabarbarapæ og kleinur 🙂 

🌸