Jón Mar Össurarson
Þetta er hann Jón Mar slagverkskennari, mjög eftirsóttur kennari, enda pottþéttur, traustur og hlýr gaur. Hann sér margt skemmtilegt í tilverunni og það leynir sér ekki í augunum á honum þegar hann er að hugsa eitthvað fyndið. Stundum kemur hann inn í kennarastofu og segir kankvís: Hva, bara ekkert búið að baka? Það er alltaf gott að vera nálægt honum, því að hann er sérlega dagfarsprúður maður og hlýr.
Jón er einstaklega skipulagður og þegar hann sér um tónleika er eins og allt gangi smurt og af sjálfu sér. Þannig er allt í kringum Jón, aldrei vesen, bara þægilegt andrúmsloft. Enda líður börnunum vel hjá honum. Það var mikill happafengur að hann skyldi snúa aftur til Ísafjarðar að loknu námi og við erum sérlega stolt af honum.
Jón Mar slær taktinn traustum höndum á trommurnar, en líka lífið sjálft og er alveg ótrúlega handlaginn. Þegar hann keypti hús var hann ekki lengi að breyta því í þrjár íbúðir, alveg sjálfur! Nú kennum við honum að prjóna.