Í dag var skonsukaffi með Sigtryggi Baldurssyni, öðru nafni Bogomil Font og Gulla Jónasar. Sigtryggur verður með námskeið fyrir slagverksnemendur á miðvikudag 16. febrúar kl. 17, en aðrir nemendur eru velkomnir. Gulli Jónasar er mikill aufúsugestur, en hann fór á skíði um helgina, eins og Sigtryggur og dóttursonur hans, Tristan.
Þessir fimm heiðursmenn eru frá vinstri Jón Mar slagverkskennari, Tristan og Sigtryggur, Jóngunnar gítarkennari og Gulli Jónasar.