Námskeið með Sigtryggi Baldurssyni

14. febrúar 2022 | Fréttir

Í dag var skonsukaffi með Sigtryggi Baldurssyni, öðru nafni Bogomil Font og Gulla Jónasar. Sigtryggur verður með námskeið fyrir slagverksnemendur á miðvikudag 16. febrúar kl. 17, en aðrir nemendur eru velkomnir. Gulli Jónasar er mikill aufúsugestur, en hann fór á skíði um helgina, eins og Sigtryggur og dóttursonur hans, Tristan.
Þessir fimm heiðursmenn eru frá vinstri Jón Mar slagverkskennari, Tristan og Sigtryggur, Jóngunnar gítarkennari og Gulli Jónasar.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is