Samsöngskemmtun í Hömrum á fimmtudaginn kl 18

16. mars 2022 | Fréttir

Það er kominn tími til að Ísfirðingar syngi í sig vorið. Hugurinn ber okkur hálfa leið. Öllum er boðið að koma og syngja saman í Hamra, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar í fjöldasöng fimmtudaginn 24. mars kl. 18. Textum verður varpað upp. Aðgangur ókeypis og allir velkomnir!