Andri Pétur með plötu

17. febrúar 2022 | Fréttir

Undirstaða velgengni í Tónlistarskólanum er ekki hvað síst frábært kennaralið. Góðir listamenn og skólastarfið gengur eins og vel smurð vél fyrir elju þeirra og alúð.
Sum eru m.a.s. tónskáld. Á opnu húsi í haust voru t.d. tónleikar með einstaklega fallegum lögum Jóngunnars.
Raftónlistarmaðurinn okkar, Andri Pétur Þrastarson skipar ísfirsku hljómsveitina Gosa. Nokkuð viðeigandi, því að Andri er einn af þessum sem getur séð eitthvað fyndið í nánast öllum aðstæðum. Já, þið lásuð rétt, hann Andri er ekki einhamur, heldur er hann heil hljómsveit og tónlistin er ekkert slor.
Það er ekki ónýtt að ísfirskir krakkar geti farið í raftónlistarnám hjá honum Andra, því að þetta er einmitt það sem flestir í bransanum fást við í dag, svo sem Þormóður Eiríksson, sem kom þráðbeint frá Ísafirði og gerðist innsti koppur í búri í bransanum.

Platan Útúrsnúningur á Spotify

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is