Sigtryggur fór á kostum í masterklass

17. febrúar 2022 | Fréttir

Það hljóp heldur betur á snærið hjá okkur að fá Sigtrygg Baldursson a.k.a. Bogomil Font til að gefa okkur innsýn í heim trommuleiksins, pælingarnar þegar hann var að byrja og þróun ferilsins o.m.fl. Svo fengum við dæmi um alls konar bít og pólíritma. Að tromma er nefnilega mun margslungnara en að tromma, ef þið fattið hvað ég á við. Hér eru þeir félagar kampakátir, okkar frábæri trommukennari, Jón Mar og Sigtryggur að loknum masterklassanum.