Skólaslit Tónlistarskóla Ísafjarðar 31. maí 2023 kl. 18 í Ísafjarðarkirkju – Dagskrá

29. maí 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir

  1. Madis Mäekalle, trompet: Fanfare eftir Marc-Antoine Charpentier
  2. Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir, píanó: Fountains in the Rain eftir William Gillock
  3. Ávarp skólastjóra
  4. Rebekka Skarphéðinsdóttir, píanó: Sónata í d moll eftir Domenico Scarlatti
  5. 75 ára afmælisár kynnt
  6. Skólakór, Barnakór og söngnemendur: Í vöggu lista  eftir Halldór Smárason og Steinþór B. Kristjánsson

pdf skjal: Í vöggu lista – gjöf á 70 ára afmæli skólans

7. Fjöldasöngur með kórnum: Á vængjum söngsins (Thank you for the music) eftir Ólínu Þorvarðardóttur:

Ég virðist látlaus, ég verð sjaldan æst eða reið,
ef ég segi sögu, syfjar þig trúlega‘ um leið.
En leynivopn á ég, eitt dásemdarþing,
því kliðurinn þagnar þegar ég syng.
Það er hamingjugjöf
og mig langar að hrópa‘ yfir höf:

Á vængjum söngsins hef ég svifið
í sorg og gleði,
sungið dátt með glöðu geði.
Án þess væri lífið
svo laust við lit eða róm,
innihaldstóm – væri þá ævi tilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.

Dálítil snót var ég dansandi‘ af lífi og sál.
Ég dreymandi söng – því söngur var mitt eina mál.
Já, oft hef ég hugsað hvers virði það er
að heyra og finna í brjóstinu á sér
þessa hljómkviðu slá,
hjartastrengina samhljómi ná.

Á vængjum söngsins hef ég svifið
í sorg og gleði o.s.frv.

Þakklæti finn ég
þegar ég syng af hjartans lyst.
Rödd mína þen ég hátt, svo allir heyri:
Þennan tón, þennan róm, þennan hljóm1

Söngs á vængjum svíf ég
í sorg og gleði.
Syng ég dátt með glöðu geði.
Án þess væri lífið
svo laust við lit eða róm,
innihaldstóm – væri þá ævi tilveran öll.
Á vængjum söngsins hef ég svifið
um lífsins tónahöll.

pdf skjal: Á vængjum söngsins Thank you for the music

 

7. Viðurkenningar

8. Skólakór, Barnakór og söngnemendur: Ísafjörður eftir Braga Valdimar Skúlason

Fjöldasöngur: Lagið Ísafjörður endurtekið

pdf skjöl: Ísafjörður-ljóð+nótur eða  Ísafjörður- ljóð.

Í kvöld koma myndir frá skólaslitum inn á Tonis.is
Minnum á fasbókarsíðu skólans (alltaf gaman að fá LIKE).
Opið er fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár
Í viðburðadagatali skólans má sjá það sem er framundan.

Skóladagatal 2023-2024

Munið að taka hljóðið af símunum, þið megið alveg taka myndir og deila þeim.

Takk fyrir veturinn, njótið sumarsins.

🙂  🙂     🙂  🙂