Hornið hans Samma rakara og lúðrasveitarjakkinn

8. mars 2023 | Fréttir

Bergþór, Guðríður og Siggi með hornið og jakkann á öxlinni

Lúðrasveitajakki og horn Samma rakara

Guðríður Sigurðardóttir, ekkja Samma rakara, og Sigurður sonur þeirra komu færandi hendi í Tónlistarskólann. Til minningar um Samma færðu þau skólanum horn og lúðrasveitajakkann hans. Sammi hafði nýlega fest kaup á hljóðfærinu.

Samúel Jón Einarsson, sem daglega var kallaður Sammi rakari, fæddist í janúar 1948. Foreldrar hans voru Elísabet Samúelsdóttir og Einar Gunnlaugsson, bæði úr Álftafirði við Ísafjarðardjúp. Þau bjuggu allan sinn búskap í Túngötu 5 á Ísafirði. Þar fæddist Samúel og bjó allan sinn aldur. Hann var alla tíð virkur í tónlistarlífinu á Ísafirði og eftir hann liggja fjölmörg lög. Sammi gaf út þrjár bækur með gamansögum.

Hjónin Samúel og Guðríður, af hinni kunnu Góustaðaætt í Skutulsfirði (eins og fram kemur í BB árið 2017), eignuðust tvö börn, Sigurð Rúnar og Elísabetu.

Sammi rakari lést í september sl.

Bjarney Ingibjörg bróðurdóttir Samma og kennari við skólann, Guðríður og Sigurður.