Svæðistónleikar NÓTUNNAR á laugardag

Nk. laugardag 16.mars kl.13.30 verða svæðistónleikar NÓTUNNAR, uppskeruhátíðar tónlistarskóla, haldnir í Hömrum, sal Tónlistarskóla Ísafjarðar. Svæðistónleikar NÓTUNNAR eru haldnir á sama tíma á 4 stöðum á landinu og þar eru valin 9 framúrskarandi tónlistaratriði sem...

Barnakórar æfa í Holti

Barnakór Tónlistarskóla Ísafjarðar og Barnakór Flateyrar voru í æfingabúðum í Friðarsetrinu í Holti yfir helgina. Alls eru hátt á 4.tug barna í kórunum, en kórstjórar eru þær Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir og Dagný Arnalds.
Píanóveisla – Codispoti á fimmtudagskvöld

Píanóveisla – Codispoti á fimmtudagskvöld

Ítalski píanósnillingurinn Domenico Codispoti heldur einleikstónleika í Hömrum fimmtudagskvöldið 14. mars kl. 20.00. Á glæsilegri efnisskrá eru verk eftir Francesco Antonioni, César Franck, Federico Mompou og síðast en ekki síst hin fræga h-moll píanósónata eftir...

Sólrisutónar í Hömrum þriðjudagskvöld

Kór Menntaskólans á Ísafirði heldur ásamt fleirum tónleika í Hömrum þriðjudagskvöldið 5.mars kl. 20 í tilefni Sólrisuhátíðar Menntaskólans, sem nú stendur yfir. Aðaluppistaða tónleikadagskrárinnar er söngur kórsins, en einnig koma fram á tónleikunum tónlistarnemar úr...

Ísófónía 2013

Dagur Tónlistarskólanna var haldinn hátíðlegur um allt land s.l. laugardag 23. febrúar.  Tónlistarskóli Ísafjarðar hélt stórtónleika í Ísafjarðarkirkju fyrir fullu húsi.  Hægt er að skoða myndir frá hátíðinni í myndaalbúmi síðunnar undir liðnum:  Dagur...

Dagur tónlistarskólanna 23.febrúar

Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur víða um land laugardaginn 23.febrúar nk .Af þessu tilefn efnir Tónlistarskóli Ísafjarðar til tvennra nemendatónleika í næstu viku. Fimmtudaginn 21.febrúar kl.19:30 verða viðamiklir tónleikar í Hömrum þar sem fram koma...