Stjörnuregn í Hömrum

12. nóvember 2021 | Fréttir, Hamrar

Það var sannkallað stjörnuregn í Hömrum í gærkvöldi, þegar fimm framúrskarandi óperusöngvarar og eðalpíanóleikari leiddu saman hesta sína á tónleikum Tónlistarfélagsins. Sigrún Pálmadóttir var í hópnum og tók af öll tvímæli um að við höfum gersemi hér á meðal vor á Ísafirði. Með henni voru Gissur Páll Gissurarson, Hanna Dóra Sturludóttir, Kristinn Sigmundsson og Oddur Arnþór Jónsson, öll margreyndir og glæsilegir söngvarar. Guðrún Dalía Salómonsdóttir lék svo listilega á píanóið að unun var á að hlýða.
Takk fyrir komuna kæru gestir!