Skólinn hefst 4. janúar

Skólastarf hefst með eðlilegum hætti 4. janúar. Kennarar munu hafa samband við forráðamenn nýrra nemenda á allra næstu dögum. Ef breyting verður á skólastarfi setjum við tilkynningu á heimasíðuna og á fb-síðu skólans....
Gleðileg jól

Gleðileg jól

Jólakveðja frá Bergþóri og Albert: Nú sendum við kveðju með kærleika sönnum, kennurum, nemum og forráðamönnum. Gleðileg jól í heimilishlýju, hamingjusöm við mætumst að nýju! Páll Bergþórsson
Jólatónleikar 2021

Jólatónleikar 2021

Jólatónleikar skólans fara fam 6.-15. des. Fyrirkomulagið í ár verður þannig að tveir gestir mega koma með hverjum nemanda á Ísafirði, en á Flateyri, Þingeyri og Suðureyri verða ekki fjöldatakmarkanir. Ungmenni, yngri en 16 ára, eru velkomin en þurfa að bera grímur....
Stjörnuregn í Hömrum

Stjörnuregn í Hömrum

Það var sannkallað stjörnuregn í Hömrum í gærkvöldi, þegar fimm framúrskarandi óperusöngvarar og eðalpíanóleikari leiddu saman hesta sína á tónleikum Tónlistarfélagsins. Sigrún Pálmadóttir var í hópnum og tók af öll tvímæli um að við höfum gersemi hér á meðal vor á...
Takk Bea

Takk Bea

Hér er Beáta Joó með nemendum sínum, Iðunni Óliversdóttur sem lenti í 2. sæti í EPTA píanókeppninni í dag, í flokki 10 ára og yngri og Kolbeini Hjörleifssyni sem lenti í 3. sæti í sama flokki.Bea leggur á sig mikið og óeigingjarnt starf við undirbúning nemenda, en...
Tveir Ísfirðingar hrepptu verðlaun

Tveir Ísfirðingar hrepptu verðlaun

Við erum mjög stolt af öllum píanónemendum okkar sem tóku þátt í píanókeppni EPTA, undir handleiðslu Beötu Joó. Þau stóðu sig öll eins og hetjur og voru sjálfum sér og skólanum sínum til sóma. Í flokki 10 ára og yngri varð Iðunn Óliversdóttir í öðru sæti, en Kolbeinn...