Takk Bea

7. nóvember 2021 | Fréttir

Hér er Beáta Joó með nemendum sínum, Iðunni Óliversdóttur sem lenti í 2. sæti í EPTA píanókeppninni í dag, í flokki 10 ára og yngri og Kolbeini Hjörleifssyni sem lenti í 3. sæti í sama flokki.
Bea leggur á sig mikið og óeigingjarnt starf við undirbúning nemenda, en þátttaka í keppninni er mikil innspýting fyrir nemendur.

T.v. er Hafdís Pálsdóttir sem hafnaði í 4.-5. sæti á framhaldsstigi árið 2003 og t.h. Pétur Ernir Svavarsson sem hreppti 3. sætið í flokki 18 ára og yngri árið 2015.