ORGELKRAKKAHÁTÍÐ í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september

ORGELKRAKKAHÁTÍÐ í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september

ORGELKRAKKAHÁTÍÐ verður haldin í Ísafjarðarkirkju 15. og 16. september DAGSKRÁ 15. september Kl. 15:30: Orgelkrakkavinnusmiðja í safnaðarheimili. Orgelspunasmiðja í kirkju. Í orgelkrakkavinnusmiðju setja börn saman lítið pípuorgel frá grunni og leika á það í lok...
Mikolaj Ólafur Frach sló í gegn í Hörpu

Mikolaj Ólafur Frach sló í gegn í Hörpu

Það lá við að Ísfirðingabekkurinn í Eldborg spryngi í loft upp af stolti þegar Mikolaj Ólafur Frach sló í gegn með 1. píanókonsert Chopin, 3. kafla. Bravissimo kæri Mikolaj! Mikolaj hefur allt til að bera sem einkennir sannan listamann, elju, alúð, funheita...
Tónlistarskólinn settur

Tónlistarskólinn settur

„Það var svo heitt úti og svo var troðfullt út úr dyrum, þannig að þetta var eiginlega eins og skólaslit,“ sagði Janusz eftir skólasetninguna. Tónlistarskólinn var settur í 74. sinn í dag. Bergþór Pálsson skólastjóri sagði frá starfinu framundan og kynnti tvo nýja...
Judy Tobin

Judy Tobin

Judy Tobin Judy Tobin er búin að færa lögheimiliið sitt frá Mexíkó á Ísafjörð, þar sem lognið á líka lögheimili. Henni Judy fylgir samt ekki bara logn, heldur fjör og hlýr andblær. Áður en hún fór til Mexíkó kenndi hún í 27 ár við Tónskóla Sigursveins. Judy er ein af...
Oliver Rähni

Oliver Rähni

Oliver Rähni fæddist í Kýótó í Japan, árið 2003, sem gerir hann jafnframt að yngsta kennara skólans, aðeins 19 ára að aldri. Hann er sonur eistneskra foreldra, en fjölskyldan flutti frá Kýótó til Íslands, til Lauga í Reykjadal. Laugar er 1132713% minni en Kýótó hvað...
Heimsókn í skólann

Heimsókn í skólann

Þessi glæsilegi hópur hélt upp á 60 ára fermingarafmæli á Ísafirði um helgina. Fjölbreytt dagskrá var og endurfundirnir hinir ánægjulegustu. Þau heimsóttu Tónlistarskólann og skoðuðu sýninguna um Húsmæðraskólann Ósk.