Kæru nemendur og foreldrar,

  1. október næstkomandi verður Tónlistarskóli Ísafjarðar 70 ára og til þess að fagna afmælinu verður ýmsilegt á dagskrá skólaárið 2018-2019.

Okkur langar til þess að taka mynd af öllum nemendum skólans og hengja þær myndir upp á vegg eins og myndirnar sem sjá má á annarri hæð hússins.

Tímasetning á þessari myndatöku verður kynnt síðar.

Einnig langar okkur að taka mynd af hverjum og einum nemanda inni í kennslustund.

Þessum myndum verður svo raðað fallega upp á vegg skólans sem hluti af sýningu tengdri afmælisárinu.

Þessi myndataka færi fram á kennslutíma hvers og eins, næstkomandi mánudag til miðvikudags. Ef nemendur komast ekki í tímana sína á þessum dögum gefst kostur á að koma í skólann á opnunartíma skrifstofu fram til föstudagsins (27.09.’18) til að láta taka af sér mynd.

Til þess að þetta geti orðið að veruleika biðjum við ykkur, kæru nemendur og foreldrar, að láta okkur vita fyrir komandi mánudag (23.09.’18) ef þið leyfið EKKI myndatöku og opinbera birtingu myndanna.

Með kærri kveðju,

stjórnendur Tónlistarskóla Ísafjarðar