
Miðvikudaginn 1. október er samráðsdagur hér í Tónlistarskólanum. Þann dag mæta nemendur með foreldrum/forráðamönnum sínum í viðtal við sinn hljóðfæra/forskólakennara þar sem gefst tækifæri á að heyra hvernig gengur í tónlistarnáminu.
Hvert viðtal er 10 – 15 mínútur.
Upplýsingar um fyrirkomulag og tímasetningar samráðsdagsins hafa kennarar sent í tölvupósti.
Þennan dag er engin kennsla í skólanum.