Skólahald fellur niður 14. mars

Skólahald fellur niður 14. mars

Grunnskólinn hefur nú fellt niður kennslu í dag, vegna veðurs. Þar sem veðurspáin virðist ætla að ganga eftir, neyðumst við til að fella niður kennslu einnig síðdegis.
Skólahald fellur niður 23. febrúar

Skólahald fellur niður 23. febrúar

Vegna slæmrar veðurspár neyðumst við til að fella niður kennslu á morgun, miðvikudag 23. febrúar. Nú verðum við að fara að bjóða veðurguðunum í pönnukökur til að blíðka þá. En góðu fréttirnar eru að þegar við erum inni í hríðarbyl, er hægt að æfa sig allan...
Andri Pétur með plötu

Andri Pétur með plötu

Undirstaða velgengni í Tónlistarskólanum er ekki hvað síst frábært kennaralið. Góðir listamenn og skólastarfið gengur eins og vel smurð vél fyrir elju þeirra og alúð. Sum eru m.a.s. tónskáld. Á opnu húsi í haust voru t.d. tónleikar með einstaklega fallegum lögum...
Sigtryggur fór á kostum í masterklass

Sigtryggur fór á kostum í masterklass

Það hljóp heldur betur á snærið hjá okkur að fá Sigtrygg Baldursson a.k.a. Bogomil Font til að gefa okkur innsýn í heim trommuleiksins, pælingarnar þegar hann var að byrja og þróun ferilsins o.m.fl. Svo fengum við dæmi um alls konar bít og pólíritma. Að tromma er...
Vetrarfrí og starfsdagur

Vetrarfrí og starfsdagur

Föstudaginn 18. feb. og mánudaginn 21. feb. er vetrarfrí í Tónlistarskólanum eins og í Grunnskólanum. Þriðjudaginn 22. feb. er sömuleiðis starfsdagur eins og í Grunnskólanum.
Námskeið með Sigtryggi Baldurssyni

Námskeið með Sigtryggi Baldurssyni

Í dag var skonsukaffi með Sigtryggi Baldurssyni, öðru nafni Bogomil Font og Gulla Jónasar. Sigtryggur verður með námskeið fyrir slagverksnemendur á miðvikudag 16. febrúar kl. 17, en aðrir nemendur eru velkomnir. Gulli Jónasar er mikill aufúsugestur, en hann fór á...
Jón Mar Össurarson

Jón Mar Össurarson

Jón Mar Össurarson Þetta er hann Jón Mar slagverkskennari, mjög eftirsóttur kennari, enda pottþéttur, traustur og hlýr gaur. Hann sér margt skemmtilegt í tilverunni og það leynir sér ekki í augunum á honum þegar hann er að hugsa eitthvað fyndið. Stundum kemur hann inn...
Rúna Esradóttir

Rúna Esradóttir

Rúna Esradóttir Þetta er hún Rúna. Hún hefur einstaklega smitandi hlátur. Það er kannski af því að hún er gleðigjafi að upplagi. Um leið hefur hún mikið jafnaðargeð og það er ekkert skrýtið þó að börnin flykkist til hennar, öllum líður einfaldlega vel þar sem Rúna er....
Bjarney Ingibjörg

Bjarney Ingibjörg

  Bjarney Ingibjörg Nafnið hennar Bjarneyjar Ingibjargar Gunnlaugsdóttur, skammstafað, er BIG. Það er lýsandi fyrir þessa stórhuga konu. Eins og sagt er, það sópar að henni, engin lognmolla. Bjarney kennir einsöng, stjórnar kórunum og svo er hún deildarstjóri...
Sigrún Pálmadóttir

Sigrún Pálmadóttir

Sigrún Pálmadóttir söngkennari og aðstoðarskólastjóri er hamhleypa til vinnu, en aðeins ef hún fær að borða reglulega. Sumum finnst eiginlega óþolandi hvað hún getur innbyrt af dýrindis krásum, án þess að bæta á sig einu grammi. En kannski er það af því að hún mætir...