16. mars 2022 | Fréttir, Hamrar, Tónlistarfélagið
Með gleði í hjarta kynnir Tónlistarfélagið til leiks tvo frábæra píanóleikara þá Aladár Rácz og Péter Máté. Báðir eru þeir af ungversku bergi brotnir en fæddir í sitthvoru landinu og kynntust fyrst sem þátttakendur í píanókeppni í Belgrad, árið 1983. Báðir hafa þeir...
22. febrúar 2022 | Fréttir
Vegna slæmrar veðurspár neyðumst við til að fella niður kennslu á morgun, miðvikudag 23. febrúar. Nú verðum við að fara að bjóða veðurguðunum í pönnukökur til að blíðka þá. En góðu fréttirnar eru að þegar við erum inni í hríðarbyl, er hægt að æfa sig allan...
17. febrúar 2022 | Fréttir
Undirstaða velgengni í Tónlistarskólanum er ekki hvað síst frábært kennaralið. Góðir listamenn og skólastarfið gengur eins og vel smurð vél fyrir elju þeirra og alúð. Sum eru m.a.s. tónskáld. Á opnu húsi í haust voru t.d. tónleikar með einstaklega fallegum lögum...
17. febrúar 2022 | Fréttir
Það hljóp heldur betur á snærið hjá okkur að fá Sigtrygg Baldursson a.k.a. Bogomil Font til að gefa okkur innsýn í heim trommuleiksins, pælingarnar þegar hann var að byrja og þróun ferilsins o.m.fl. Svo fengum við dæmi um alls konar bít og pólíritma. Að tromma er...
17. febrúar 2022 | Fréttir
Föstudaginn 18. feb. og mánudaginn 21. feb. er vetrarfrí í Tónlistarskólanum eins og í Grunnskólanum. Þriðjudaginn 22. feb. er sömuleiðis starfsdagur eins og í Grunnskólanum.
14. febrúar 2022 | Fréttir
Í dag var skonsukaffi með Sigtryggi Baldurssyni, öðru nafni Bogomil Font og Gulla Jónasar. Sigtryggur verður með námskeið fyrir slagverksnemendur á miðvikudag 16. febrúar kl. 17, en aðrir nemendur eru velkomnir. Gulli Jónasar er mikill aufúsugestur, en hann fór á...
1. febrúar 2022 | Fréttir
Jón Mar Össurarson Þetta er hann Jón Mar slagverkskennari, mjög eftirsóttur kennari, enda pottþéttur, traustur og hlýr gaur. Hann sér margt skemmtilegt í tilverunni og það leynir sér ekki í augunum á honum þegar hann er að hugsa eitthvað fyndið. Stundum kemur hann inn...