Fréttir og tilkynningar
Jólakveðja
Nemendur og foreldrar sóttu vel heppnað og skemmtilegt jólaball T.Í í gær. Óvæntir og hressir gestir með rauðar húfur litu við og gáfu krökkunum mandarínur og boðið var upp á piparkökur sem voru fljótar að hverfa í mannskapinn. Kennarasambandið sá um að spila...
Jólaball 19.desember
Jólaball verður haldið í Hömrum á fimmtudaginn 19. desember kl. 17:30. Tónlistarskólinn býður nemendum sínum og foreldrum og systkinum á jólaball. Jólatónar, piparkökur og mandarínur. Hlökkum til að sjá sem flesta.
Kennaraverkfalli frestað
Mikilvæg tilkynning! Verkfalli kennara hefur verið frestað. Kennsla hefst í skólanum mánudaginn 2. desember samkvæmt stundatöflum nemenda. Sjá einnig tölvupóst sem sendur var til allra forráðamanna. Við hlökkum mikið til að fá alla nemendur og kennara aftur í skólann...
Verkfall og skólagjöld
Tilkynning vegna verkfalls og greiðslu skólagjalda í Tónlistarskóla Ísafjarðar Kæru nemendur, foreldrar og forráðamenn. Vegna yfirvofandi verkfalls kennara, sem mun valda tímabundinni truflun á kennslu í Tónlistarskóla Ísafjarðar frá og með þriðjudeginum 29. október,...
Vinnustytting og vetrarfrí
Samkvæmt skóladagatali er frí í Tónlistarskólanum frá 16. til 22. október. Þá eru kennarar að taka vinnustyttingu og vetrarfrí. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 23. október.
Syngjandi skóli
Nemendur sem taka þátt í verkefninu "Syngjandi skóli" komu í Hamra í morgun og tóku lagið.
Foreldraviðtöl og stytting vinnuvikunar
Þann 1.október fara fram foreldraviðtöl í Tónlistarskólanum. Þá hittast nemendur og kennarar með foreldrum og setja sér markmið fyrir veturinn en það er m.a. einn af nýjum þáttum í innleiðingu nýrrar námskrár Tónlistarskólan sem nú er í smíðum. Við eins og aðrar...
Finney Rakel nýr aðstoðarskólastjóri
Nú í ágúst var gengið frá ráðningu Finneyjar Rakel Árnadóttur í stöðu aðstoðarskólastjóra við skólann. Finney Rakel er ekki ókunn starfi Tónlistarskólans en hún starfaði hér sem ritari og sem aðstoðarskólastjóri, fyrst í afleysingum og síðar samhliða ritarastarfinu á...
Skólagjöld skólaárið 2024-2025
hafa verið send út fyrir september
Skólasetning haustið 2024
Skólasetning haustið 2024 Tónlistarskóli Ísafjarðar var settur í 76. sinn í gær. Bjarney Ingibjörg skólastjóri fór yfir helstu verkefni vetrarins og kynnti tvo nýja kennara þær Ástu Kristínu Pjétursdóttur og Matildi Mäekalle. Ásta Kristín verður með...
Söngkennari og kórstjóri óskast
Söngkennari og kórstjóri við Tónlistarskóla Ísafjarðar Tónlistarskóli Ísafjarðar leitar að metnaðarfullum og hæfileikaríkum einstaklingi til að sinna hlutverki söngkennara og kórstjóra Barnakórs og Skólakórs Tónlistarskólans. Við leitum að einstaklingi sem brennur...
Við Djúpið 2024
Það má með sanni segja að tónlistarhátíðin Við Djúpið hafi sett svip sinn á Ísafjörð dagana 17. til 22 júní. Hver viðburðurinn á fætur öðrum prýddi dagskrà hátíðarinnar, en heimamenn og aðrir gestir tóku vel á móti listamönnunum sem komu fram á hátíðinni og tónleikar...
Barnadjass í Mosó
Nemendur úr Tónlistarskólanum fóru á Barnadjass í Mosó, en þau höfðu tekið þátt í námskeiði í djass-spuna sem var haldið í skólanum í vetur. Það er mikill innblástur að hitta aðra krakka sem eru að gera góða hluti. Karl Gísli, Kári, Silfa og Sædís spiluðu á tónleikum...
Fiðlarinn á þakinu í Þjóðleikhúsinu
Fiðlarinn á þakinu í Þjóðleikhúsinu Ísfirðingar geta verið stoltir af fólkinu sínu sem sýndi Fiðlarann á þakinu í Þjóðleikhúsinu þann 15. júní sl., 21 ári eftir að Söngvaseiður, sem var sett upp með sömu formerkjum á Ísafirði, var valin athyglisverðasta...
Skólaslit Tónlistarskólans 2024 – myndir
Skólaslit Tónlistarskólans 2024 Tónlistarskóla Ísafjarðar var slitið við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju í dag. Bergþór Pálsson skólastjóri sagði það hafa verið mikið gæfuspor að gerast Ísfirðingur fyrir fjórum árum, móttökurnar og kynnin af þessu kraftmikla og...
Heiðursverðlaun 2024 – Beáta Joó
Heiðursverðlaun Tónlistarskólans 2024 - Beáta Joó Mikið lán var það fyrir Ísafjörð þegar Bea Joó ákvað að setjast hér að og helga samfélaginu starfskrafta sína. Hún hefur auðgað tónlistarlífið á Ísafirði síðustu áratugi. Ekki aðeins hefur hún fóstrað óteljandi...
Bjarney Ingibjörg nýr skólastjóri Tónlistarskólans
Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir nýr skólastjóri Tónlistarskóla Ísafjarðar Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir er fædd og uppalin á Ísafirði. Sem sex ára lítil hnáta hóf hún tónlistarnám í Tónlistarskóla Ísafjarðar. Eftir stúdentspróf flutti hún til Reykjavíkur og hóf...
Brahms veisla – Mikolaj, Maksymilian, Nikodem Frach – tónleikar 24. maí kl 19.30
Brahms veisla. Mikolaj, Maksymilian, Nikodem Frach – tónleikar 24. maí kl 19.30 Bræðurnir Mikolaj, Nikodem og Maksymilian Frach bjóða til Brahms tónlistarveislu föstudagskvöldið 24. maí kl. 19:30. Á dagskránni verður yndisleg kammertónlist eftir Brahms, m.a. fræga...
Vortónleikar 2024 – efnisskrár
Vortónleikar Tónlistarskólans 2024 - efnisskrár Velkomin á vortónleika Tónlistarskólans 2024. Endilega takið hljóðið af símum. Ykkur er velkomið að taka myndir/myndbönd af ykkar börnum. ➡ Í viðburðadagatali skólans má sjá það sem er framundan. ➡ Á næstu...
Skólakór Tónlistarskólans á Norbusang
Skólakór Tónlistarskólans á Norbusang Það má með sanni segja að Skólakór Tónlistarskólans hafi slegið í gegn á norrænu kórahátíðinni Norbusang sem haldin var í Fredericia á Jótlandi í Danmörku 8. - 12. maí sl. undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar kórstjóra. Skólakórinn...
Tónlistarhátíðin Við Djúpið verður 17. – 22. júní 2024.
Tónlistarhátíðin Við Djúpið verður 17. - 22. júní 2024. Tónlistarhátíðin Við Djúpið fer fram á Ísafirði dagana 17. – 22. júní. Á dagskrá er yfir tugur almennra tónleika þar sem ný og gömul tónlist mætast í meðförum framúrskarandi tónlistarmanna. Ísfirskt tónlistarfólk...
Vortónleikar Skólakórs Tónlistarskólans 16. maí kl. 19
🎶 Vortónleikar Skólakórsins í Hömrum 16. maí kl. 19. Skólakór Tónlistarskólans er á leiðinni á norrænt kóramót í Danmörku. Skólakórinn hefur æft í allan vetur fyrir mótið undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar. Norbusang kóramótið verður að þessu sinni í...
Ef allt væri skemmtilegt – tónleikar í Hömrum
Ef allt væri skemmtilegt - tónleikar í Hömrum 18. apríl kl. 18 Fluttur verður afrakstur af námskeiði sem Svava Rún Steingrímsdóttir hefur stýrt. Svava Rún er að ljúka námi í Skapandi tónlistarmiðlun í Listaháskóla Íslands og verður þetta lokaverkefni hennar. Á...
Nótan, svæðistónleikar tónlistarskólanna 2024 – myndir
Nótan, svæðistónleikar tónlistarskólanna. 13. apríl 2024 í Tónbergi á Akranesi - myndir Eins og kunnugt er, fer Nótan, uppskeruhátíð tónlistarskólanna, fram annað hvert ár í Hörpu og annað hvert ár á svæðistónleikum, en Vestur-Nótan 2024 fór fram í glæsilegum sal...
Styrkir til tónleikahalds í Hömrum veturinn 2024-2025
Tónlistarfélagið auglýsir styrki til tónleikahalds í Hömrum veturinn 2024-2025 Tónlistarfélag Ísafjarðar auglýsir styrki til tónleikahalds í Hömrum veturinn 2024-2025. Veittir verða styrkir til tónlistarmanna og/eða tónlistarhópa. Umsóknarfrestur er til...
Hallveig Rúnarsdóttir og Hrönn Þráinsdóttir – tónleikar í Hömrum
Hallveig og Hrönn - tónleikar í Hömrum Hallveig Rúnarsdóttir sópran og Hrönn Þráinsdóttir píanó. Tónleikar í Hömrum sunnudaginn 28. apríl kl. 17. Á efnisskránni verður íslensk leikhústónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Atla Heimi Sveinsson og Jón Múla og Jónas...
Nótan 2024
Nótan, uppskeruhátið tónlistarskólanna verður haldin á Akranesi laugardaginn 13. apríl. Nótan var fyrst haldin árið 2010 og hefur u.þ.b. annað hvert ár verið í Hörpu (Covid setti strik í reikninginn) og hitt árið hafa verið svæðistónleikar í landshlutunum. Vestfirðir...
Úlfar Ágústsson – Minningarorð
Úlfar Ágústsson - Minningarorð Í dag kveðjum við Úlfar Ágústsson athafnamann í hinsta sinn. Hann var formaður Tónlistarfélags Ísafjarðar síðasta áratug tuttugustu aldar og er óhætt að segja að það hafi verið á miklum umbrotatímum í málefnum tónlistarkennslu á...