Óperuperlur – stórtónleikar í Hömrum 11. nóvember kl 20

26. október 2021 | Fréttir, Hamrar, Tónlistarfélagið

Drama og fjör á næstu tónleikum Tónlistarfélags Ísafjarðar, fimmtudaginn 11. nóvember kl. 20 í Hömrum.

Kristinn Sigmundsson, Hanna Dóra Sturludóttir, Oddur Arnþór Jónsson, Gissur Páll Gissurarson, Sigrún Pálmadóttir og Guðrún Dalía flytja aríur og samsöngsatriði úr óperum eftir Beethoven, Donizetti, Gounod, Mozart, Nicolai, Saint-Saëns og Verdi.
Þess má geta að myndin er tekin af Francisco Javier en hann og konan hans Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir hóuðu hópnum saman fyrir hátíðina sína Sönghátíð í Hafnarborg í júlí síðastliðinn.
Miðaverð: 4.000.-
Miðasala við innganginn og á TIX.IS 

🎀

Verið hjartanlega velkomin, Tónlistarfélag Ísafjarðar

🎀