Tónlistarfélagið

Tónlistarfélagið hefur það að markmiði er að efla tónlistarstarfsemi og tónlistaráhuga í Ísafjarðarbæ og eiga samvinnu við tónlistarfólk.
 Helstu verkefni félagsins eru umfangsmikið tónleikahald og húsnæðismál Tónlistarskólans.
 Haldnir eru fernir áskriftartónleikar á hverju starfsári félagsins, en einnig stendur félagið fyrir ýmsum öðrum tónleikum, oft í samvinnu við aðra. Félagið aðstoðar einnig með ýmsum hætti listamenn sem vilja halda tónleika hér vestra á eigin vegum.  
Stofnfundur Tónlistarfélags Ísafjarðar var haldinn 20. maí 1948 að heimili Jónasar Tómassonar, bóksala, organista og tónskálds. Boðaðir voru 12 menn og var félagið lengi 12 manna félag, en er nú öllum opið.

Félagar fá sendan tölvupóst með upplýsingum um tónleikahald.
Aðalfundur er haldinn árlega og skal boðað til hans með minnst viku fyrirvara.

Í lögum um félagið segir að tilgangur þess sé að efla tónlistarstarfsemi og tónlistaráhuga á Ísafirði, fyrst og fremst, og víðar eftir því sem við verði komið. Einnig að félagið eigi samvinnu við starfandi tónlistarmenn og söngkóra á Ísafirði, vinni að því að jafnan sé völ á sem fjölbreyttastri og fullkomnastri tónlistarkennslu á Ísafirði og haldi uppi almennri tónlistarstarfsemi svo sem með því að fá til bæjarins tónlistarmenn, hljómsveitir og kóra, innlenda sem erlenda, til að halda tónleika og vinna að öðru leyti að almennri tónlistarfræðslu.

Þau sem vilja gerast félagar í Tónlistarfélaginu, eða spyrjast fyrir um tónleika, eru hvött til að hafa samband við formanninn Steinþór B. Kristjánsson duik@simnet.is

Stjórn félagsins:

Steinþór B. Kristjánsson formaður, meðstjórnendur eru Steingrímur Rúnar Guðmundsson, Svanhildur Garðarsdóttir, Hildur Elísabet Pétursdóttir og Eiríkur Örn Nordahl.
.

Tónleikar 2011-2012

Tónleikar 2011-2012

Tónleikar o.fl. 2011-2012 Fastir liðir: 1. Minningartónleikar  - Voces Thules (Eggert Pálsson, Einar Jóhannesson, Eiríkur Hreinn  Helgason, Guðlaugur Viktorsson, Sigurður Halldórsson)  –...

read more
Sumar í Hömrum 2009

Sumar í Hömrum 2009

Sumar í Hömrum 2009 – 6 tónleikar:   2. júní 2009 Tónleikar þýskrar harmóníkuhljómsveitar Landesjugend  Akkordeonorchester Bayern Einleikari: Konstantin Ischenko...

read more
Tónleikar 2008-2009

Tónleikar 2008-2009

Tónleikar Tónlistarfélags Ísafjarðar 1.sept. 2008-31.ágúst 2009 (haldnir á vegum félagsins eingöngu eða í samvinnu við aðra aðila og með tilstyrk félagsins a...

read more