Tónleikar starfsárið 2010-2011

30. september 2010 | Tónlistarfélagið

Tónleikar starfsárið 2010-2011
 

Fimmtudagur 7.október 2010 kl. 20:00 – í Hömrum
Minningartónleikar um Sigríði og Ragnar H. Ragnar                     

Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari flytur Partítu nr. 2 eftir Bach, allar prelúdíur Chopins og eigin umritanir á íslenskum sönglögum.


Sunnudagur 17.október 2010 kl. 15:00 – í Hömrum
1.áskriftartónleikarnir                           

Albert Mamriev píanóleikari og Selma Guðmundsdóttir píanóleikari flytja píanóverk eftir Liszt, píanóumritanir Liszts úr óperum Wagners og umritanir á verkum Wagners fyrir fjórhent píanó.

Laugardagur 15.janúar 2011– í Hömrum  
2.áskriftartónleikarnir                              

Tríó Sírajón  (Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari, Einar Jóhannesson klarinettuleikari og Anna Áslaug Ragnarsdóttir píanóleikari) flytja verk eftir  Vanhal, Milhaud, Stravinsky og Jónas Tómasson.


Laugardagur 12.febrúar 2011– í Hömrum  
3.áskriftartónleikarnir                              

Ingibjörg Guðjónsdóttir sópransöngkona, Herdísi Anna Jónsdóttir víóluleikari og Sólveig Anna Jónsdóttir píanóleikari flytja létta og leikandi dagskrá, íslensk sönglög í bland við óperuaríur. Í samvinnu við FÍT.


Miðvikudagur 2.mars 2011– í Hömrum  
Blómatónar.                 

Herdís Anna Jónasdóttir sópran og  Semjon Skigin píanó.  Verkin á dagskránni tengjast flest blómum á einhvern hátt.

 

Júní 2011 – í Hömrum

Alessio Bax, píanó og Lucille Chung, píanó – (í samvinnu við Við Djúpið)

3.áskriftartónleikarnir


Sumartónleikar 2011:
 

Selvadore og Tuuli Rähni – klarinett og píanó (Aukatónleikar í samvinnu þeirra og TÍ)

 

Eistneskt þjóðlagakvöld – (í samvinnu við Tónlistarskólann)

 

Kolbeinn Jón Ketilsson tenór, Unnur Astrid Wilhelmsen sópran og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanó  – Sumartónleikar í ágúst á þeirra eigin vegum með aðstoð frá TÍ

 

 

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is