Jólamerkimiðar skólakórsins til styrktar Danmerkurferð

6. desember 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Stúlkurnar í Skólakórnum teiknuðu myndirnar á merkimiðunum, þeim var pakkað í Tónlistarskólanum við ljúfa jólatónlist og nýbakaðar smákökur.

Jólamerkimiðar skólakórsins til styrktar Danmerkurferð

Skólakór Tónlistarskólans safnar fyrir kórferðalagi, en farið verður á kóramót í Danmörku í maí 2024. Stúlkurnar í kórnum teiknuðu myndir á jólamerkimiða sem foreldrar sáu um að setja upp, prenta og pakka.

Kórmeðlimir og foreldrar þeirra sjá um sölu merkimiðanna. Jólatónleikar kórsins verða í Hömrum miðvikudaginn 13. desember kl 19, – þar verða merkimiðarnir m.a. seldir. Einnig verður gengið í hús með jólamerkimiðana.

10 merkimiðar í pakka, kr. 1.500.-

Ef ykkur vantar söngatriði í vetur, hafið þá endilega samband við Bjarneyju Ingibjörgu kórstjóra í síma 693 3238 eða á bjarneyingibjorg@gmail.com – allt til styrktar Danmerkurferðinni.

MEIRA UM SKÓLAKÓRINN HÉR.

.