Skólakór Tónlistarskólans til Danmerkur í vor

19. september 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir

Skólakór Tónlistarskólans til Danmerkur í vor

Með miklu stolti segjum við frá því að Skólakór Tónlistarskólans er á leið á stórt norrænt kóramót í Danmörku í byrjun maí næsta vor. Til að fjármagna ferðina tekur kórinn að sér að syngja við ýmis tækifæri í allan vetur.

Ef ykkur vantar söngatriði í vetur, hafið þá endilega samband við Bjarneyju Ingibjörgu í síma 693 3238 eða á bjarneyingibjorg@gmail.com

Bjarney Ingibjörg stjórnar Skólakór Tónlistarskólans á æfingu í Hömrum