Skólaslit Tónlistarskólans 2023

31. maí 2023 | 75 ára afmælið, Fréttir, Hamrar

Kórar Tónlistarskólans sungu fyrri skólasöngva og frumfluttu nýjan skólasöng; Ísafjörður sem Bragi Valdimar Skúlason samdi og gaf skólanum í tilefni 75 ára afmælisins. Skólaslitunum lauk með fjöldasöng þar sem gestir tóku hraustlega undir í lagi Braga Valdimars.

Skólaslit Tónlistarskólans 2023

Tónlistarskóla Ísafjarðar var slitið við hátíðlega athöfn í Ísafjarðarkirkju í dag, 31. maí. Bergþór Pálsson þakkaði nemendum, kennurum, forráðamönnum og velunnurum skólans og minntist m.a. á för Ísófóníu í Hörpu í mars sl.:

„Við getum öll flutt einn vatnsdropa samstöðu og gleði. Saman verða þessir vatnsdropar að stóru fljóti. Það var voldug tilfinning sem fylgdi því að sjá börnin í Ísófóníu koma saman á stóra sviðinu í Eldborg, og læra að ef við leggjum saman, verðum við sterk og getum gert heiminn að betri íverustað. Og þetta er galdurinn, hvert og eitt foreldri, hver og einn kennari, hver og einn nemandi leggur sitt lóð á vogarskálarnar til að byggja upp og auka sjálfstraust til undirbúnings fyrir lífið. Og það er til mikils að vinna, því að sýnt hefur verið fram á að tónlist hefur góð áhrif á heilsuna, eflir m.a. ónæmiskerfið, minnkar kvíða og síðast en ekki síst er mikilvægt að fara ekki á mis við þau andlegu lífsgæði sem tónlistin veitir.“

Í ár eru 75 ár frá stofnun skólans og verður afmælisins minnst á ýmsan hátt. Gerð var grein fyrir Heimilistónum sem hefð er fyrir á stórafmælum skólans. Einnig var nefnt að næsta vetur tekur skólakórinn tekur í kóramóti í Danmörku næsta vor undir stjórn Bjarneyjar Ingibjargar.

Madis Mäekalle hlaut heiðursviðurkenningu skólans fyrir framúrskarandi ósérhlífin störf sín við skólann og fyrir að auðga tónlistarlíf á Ísafirði.

Madis Mäekalle hlaut heiðursviðurkenningu skólans fyrir framúrskarandi ósérhlífin störf sín við skólann og fyrir að auðga tónlistarlíf á Ísafirði.

Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir lék Fountains in the Rain eftir William Gillock

Við skólaslitin léku Guðrún Hrafnhildur Steinþórsdóttir og Rebekka Skarphéðinsdóttir einleik á píanó. Einnig sungu kórar Tónlistarskólans fyrri skólasöngva og frumfluttu nýjan skólasöng; Ísafjörður sem Bragi Valdimar Skúlason samdi og gaf skólanum í tilefni 75 ára afmælisins. Skólaslitunum lauk með fjöldasöng þar sem gestir tóku hraustlega undir í lagi Braga Valdimars.

Steinþór B. Kristjánsson formaður Tónlistarfélagsins veitti Rebekku  Skarphéðinsdóttur aðalverðlaunin. Rebekka lék sónötu í d moll eftir Domenico Scarlatti.

Rebekka hefur stundað nám í Tónlistarskólanum frá 5 ára aldri, fyrst í forskóla, en síðan á píanó hjá Beötu Joó. Hún hefur tekið þátt í ýmsum samspilsverkefnum, keppt í EPTA píanókeppninni og Nótunni, einnig Lion King og Mamma Mia í sýningum Menntaskólans. Síðasta árið hér hefur hún kennt yngri nemendum, jafnframt því að undirbúa framhaldsprófið. Við óskum henni alls velfarnaðar með kærum þökkum fyrir samveruna sl. 16 ár.

Andri Pétur, Oliver, Jón Mar og Skúli fengu blóm fyrir frábæra spilamennsku á ýmsum viðburðum skólans.

Bergþór og Albert

Kórar Tónlistarskólans sungu fyrri skólasöngva og frumfluttu nýjan skólasöng; Ísafjörður sem Bragi Valdimar Skúlason samdi og gaf skólanum í tilefni 75 ára afmælisins. Skólaslitunum lauk með fjöldasöng þar sem gestir tóku hraustlega undir í lagi Braga Valdimars.

Eftirtaldir gáfu viðurkenningar og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir:
Hraðfrystihúsið Gunnvör
Ísfirðingafélagið í Reykjavík
Penninn-Eymundsson
Orkubú Vestfjarða
Húsasmiðjan
Hamraborg
Dress up Games
Inga Ásta og Pétur Hafstein
Sigrún Viggósdóttir og Páll Loftsson
Jón Páll Hreinsson og Þuríður Katrín Vilmundardóttir
Vestfiskur
Klofningur
Arcticfish

🙂  🙂     🙂  🙂

Minnum á fasbókarsíðu skólans.
Opið er fyrir umsóknir fyrir næsta skólaár
Í viðburðadagatali skólans má sjá það sem er framundan.

Skóladagatal 2023-2024

Takk fyrir veturinn, njótið sumarsins.

🙂  🙂     🙂  🙂

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is

Nýlegar færslur