Fiðlarinn á þakinu
Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskólans var ákveðið í samvinnu við Litla Leikklúbbinn að setja upp Fiðlarann á þakinu. Ísfirðingurinn Þórhildur Þorleifsdóttir tók að sér að leikstýra og Bergþór Pálsson skólastjóri fer með aðalhlutverkið. Bea Joó er hljómsveitarstjóri og hljómsveitin er skipuð kennurum, nemendum og fyrrum nemendum skólans. Æfingar hófust fyrir áramót í Hömrum. Vel yfir þrjátíu manns þátt í uppsetningunni, yfir 20 leikarar og 9 manna hljómsveit.
Fiðlarinn á þakinu verður frumsýndur 1. febrúar 2024 í Edinborgarhúsinu.
🙂

Með aðalhlutverkið í Fiðaranum á þakinu fer skólastjórinn, Bergþór Pálsson. Hann fer á kostum sem mjólkurpósturinn Tevye.

Albert, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, bregður sér í hlutverk lögreglumanns sem ekki er alltaf með góðar fréttir.

Fiðlarahljómsveitin er skipuð kennurum Tónlistarskólans, núverandi og fyrrverandi nemendum. Hörkuband.