Fiðlarinn á þakinu

18. janúar 2024 | 75 ára afmælið, Fréttir

Fiðlarinn á þakinu

Í tilefni 75 ára afmælis Tónlistarskólans var ákveðið í samvinnu við Litla Leikklúbbinn að setja upp Fiðlarann á þakinu. Ísfirðingurinn Þórhildur Þorleifsdóttir tók að sér að leikstýra og Bergþór Pálsson skólastjóri fer með aðalhlutverkið. Bea Joó er hljómsveitarstjóri og hljómsveitin er skipuð kennurum, nemendum og fyrrum nemendum skólans. Æfingar hófust fyrir áramót í Hömrum.  Vel yfir þrjátíu manns þátt í uppsetningunni, yfir 20 leikarar og 9 manna hljómsveit.

Fiðlarinn á þakinu verður frumsýndur 1. febrúar 2024 í Edinborgarhúsinu.

Heimasíða Litla Leikklúbbsins

KAUPA MIÐA

🙂

Með aðalhlutverkið í Fiðaranum á þakinu fer skólastjórinn, Bergþór Pálsson. Hann fer á kostum sem mjólkurpósturinn Tevye.

Albert, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskólans, bregður sér í hlutverk lögreglumanns sem ekki er alltaf með góðar fréttir.

Fiðlarahljómsveitin er skipuð kennurum Tónlistarskólans, núverandi og fyrrverandi nemendum. Hörkuband.

Bergþór, Þórhildur þorleifsdóttir og Albert

Bergþór, Þórhildur og Albert að lokinni frumsýningu.

Mjólkurpósturinn Tevye

Hópurinn sem tekur þátt í að setja upp Fiðlarann á þakinu

Á æfingum gefst stundum tækifæri til að prjóna

Sara Hrund er næstum því óþekkjanleg sem Frúma-Sara.

Judy gerir löngu látinni ömmu góð skil.

Páll Loftsson

 

Hildur, Judy og Bergþór

Svavar, Daði, Valdi og Dýri

Systurnar Bielka og Sprintze eru leiknar af Sædísi og Kristínu í Fiðlaranum á þakinu og standa sig með stakri prýði. Sædís og Kristín eru báðar nemendur Tónlistarskólans.

Níu manna hljómsveit skipuð kennurum og nemendum Tónlistarskólans sér um tónlistina. Tónlistarstjóri er Beáta Joó.

Skrifstofan er opin frá 12:30-16:00.
Sími 450-8340
Tölvupóstur tonis@tonis.is